Fara í efni

Bæjarráð

146. fundur 10. ágúst 2023

146. fundur Bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 08:15

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson formaður, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

1. 2023080036 – Umsókn um aðild að Erasmus+

Tillaga til Bæjarráðs. Baldur Pálsson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs kom á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að sækja um aðild.

 2. 2023080034 - Skýrsla Eflu um rakaástand og innivist í Mýrarhúsaskóla

Skýrsla Eflu lögð fram. Upplýsingar og aðgerðaráæltun verður send starfsfólki og foreldrum í dag og skýrsla þessi birt á vefbæjarins síðdegis í dag.

3. 2023080039 - Leigusamningur um jarðhæð í norðurhluta kirkjunnar

Endurnýjaður leigusamningur um rými í kjallara Seltjarnarneskirkju lagður fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. 

 4. Starfsmannamál

a) Ráðningaferli og auglýsing í starf sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs rætt.

Samþykkt að auglýsa samkvæmt umræðum á fundinum. 

b) Tillaga um ráðningu sviðsstjóra Fjármálasviðs. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. 

 5. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, námskeið frá Háskóla Íslands.

Auglýsing lögð fram.

Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?