Fara í efni

Bæjarráð

147. fundur 18. ágúst 2023

147. fundur Bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, fimmtudaginn 18. ágúst 2023 kl. 08:15

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundinn sátu einnig undir lið 1 Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs, Baldur Pálsson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs auk Árna Ármanns Árnasonar lögmanns frá Libra.

Dagskrá:

1. 2023080137 – Viðhalds- og endurbótaverkefni í Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að gera þjónustusamning við Ístak hf.vegna viðgerða á rakaskemmdum í skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness. Bæjarstjóri skal hafa samráð við lögmann bæjarins auk sviðsstjóra Skipulags- og umhverfisssviðs varðandi útfærslu þjónustusamningsins. Í ljósi þeirra niðurstaðna sem koma fram í skýrslu Eflu um rakaskemmdir í skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness metur bæjarráð málið þannig að um neyð sé að ræða og að hefja þurfi verkið þegar í stað og án neins dráttar. Stuðst er við heimild í 3. mgr. 11. greinar í Innkaupareglum Seltjarnarness og 39. gr. lið c Í lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Bæjarráð vísar til staðfestingar Bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar.

2. 2023060171 – Samningur um framleiðslu/reiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla 2023-2024.

Samningsviðauki við Skólamat til eins árs lagður fram til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir samningsviðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Guðmundur Ari Sigurjónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

Fundi slitið kl. 9:32

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?