Fara í efni

Bæjarráð

150. fundur 26. október 2023

150. fundur bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 26. október 2023 kl. 08:15

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.

Magnús Örn vék af fundi undir lið 7 og Svana Helen Björnsdóttir kom inn í hans stað.

Fundarritari: Svava G. Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs

Dagskrá:

1. 2023090309 – Selkórinn – endurnýjun samstarfssamnings og stuðnings 2023-2026

Erindi frá Menningarnefnd. Á fundi menningarnefndar 10.10.2023 undir lið nr. 7 var tekin fyrir beiðni Selkórsins um endurnýjun á samstarfssamningi við Seltjarnarnesbæ til næstu þriggja ára en núverandi samningur rann út árið 2023. Menningarnefnd var hlynnt áframhaldandi stuðningi og samstarfi og vísaði erindinu áfram til bæjarráðs til lokaákvörðunar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og vísar því til næsta fundar bæjarráðs.

2. 2023100041 – Kammerkór Seltjarnarneskirkju – umsókn um menningarstyrk vegna tónleika

Erindi frá Menningarnefnd. Á fundi menningarnefndar 10.10.2023 undir lið nr. 8 var tekin fyrir umsókn Kammerkórs Seltjarnarness um menningarstyrk vegna tónleika í byrjun árs 2024. Menningarnefnd tók jákvætt í umsóknina og vísaði henni áfram til bæjarráðs til lokaákvörðunar.

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 700.000 til Kammerkórs Seltjarnarneskirkju. Bæjarráð mælist til þess að Seltjarnarnesbær verði kynntur sem styrktaraðili í kynningum viðburðarins og tengdur við afmælisár bæjarins. Sviðsstjóra þjónustu- og samskiptasviðs falið að fylgja málinu eftir.

3. 2023010166 – Vinnuhópur um byggingu leikskóla

11. fundargerð vinnuhóps um byggingu leikskóla dagsett 23.08.2023 lögð fram.

4. 2023050157 – 43. Eigendafundur Sorpu bs. 2. tölul. – Eigendasamkomulag vegna Álfsness

Erindi frá SSH. Á 43. Eigendafundi Sorpu bs. frá 04.09.2023 undir lið nr. 2 voru tekin fyrir drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi og drögunum vísað til efnislegrar umræðu/afgreiðslu á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.

Bæjarráð staðfestir eigendasamkomulag vegna Álfsness.

5. 2023100131 – Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 13.10.2023 varðandi ársreikning Seltjarnarnesbæjar 2022 lagt fram.

6. Rekstrar- og málaflokkayfirlit janúar til september 2023

Fjármálastjóri bæjarins fór yfir rekstrar- og málaflokkayfirlit fyrir fyrstu 9 mánuðina.

7. 2023100155 – Safnatröð 1, sala á fasteigninni

Magnús Örn Guðmundsson víkur sæti undir þessum lið og Þór Sigurgeirsson tekur við fundarstjórn.

Bókun:
Vegna starfa minna hjá Stefni hf. , sjóðastýringarfyrirtæki Arion banka, lýsi ég mig vanhæfan til að fjalla um og ákvarða um sölu á fasteigninni Safnatröð 1, sem hýsir hjúkrunaheimilið Seltjörn. Ég gegni starfi forstöðumanns skráðra verðbréfa hjá Stefni en sjóðir í stýringu hjá félaginu gætu á hverjum tíma átt í þeim fjórum fasteignafélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði. Þessi félög gætu verið meðal bjóðenda í fasteignina.

Magnús Örn Guðmundsson
Formaður bæjarráðs

Árni Ármann Árnason frá Libra lögmenn kom inn á fundinn undir þessum lið. Sala á fasteigninni Safnatröð 1 var rædd og Árni kynnti drög að fyrirhuguðu söluferli.

Bæjarráð samþykkir að hefja söluferli hjúkrunarheimilis og bæjarstjóra falið að undirrita söluumboð til Libra lögmanna. Sviðsstjóra Þjónustu- og samskiptasviðs er falið að vinna fréttatilkynningu og auglýsa eignina til sölu í samráði við Libra lögmenn.

 

Fundi slitið kl. 10:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?