Fara í efni

Bæjarráð

152. fundur 20. nóvember 2023

152. fundur bæjarráðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, mánudaginn 20. nóvember 2023 kl. 08:00

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2023110076 – Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar

Þór fór yfir fundargerð neyðarstjórnar Seltjarnarnesbæjar vegna atburðanna í Grindavík.

2. 2023090285 – Fjárhagsáætlun 2024

Svava G. Sverrisdóttir, fjármálastjóri, gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2024, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2024 er rekstrarniðurstaða kr.39.097.073,-

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 22. nóvember 2023.

 

Fundi slitið 9:19

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?