Fara í efni

Bæjarráð

154. fundur 28. desember 2023

154. fundur Bæjarráðs var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni Austurströnd 2, fimmtudaginn 28. desember 2023 kl. 10.00.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Fundarritari: Svava G. Sverrisdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs

Dagskrá:

1. 2023120229 – Fjármögnun á málaflokki fatlaðra – breyting útsvarsprósentu

Samkvæmt tilkynningu frá innviðaráðuneytinu var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk þann 15. desember, 2023. Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög hafa gert samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk sem felur í sér að hámarksútsvar sveitarfélaga hækkar um 0,23% og fer úr 14,74% í 14,97%. Samsvarandi lækkun verður á tekjuskattprósentu ríkisins.

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum meirihluta að leggja til við bæjarstjórn, með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi þann 15. desember 2023, að samþykkja að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,54%. Hækkun útsvars hjá Seltjarnarnesbæ um 0,23 prósentustig felur ekki í sér auknar álögur á íbúa bæjarins þar sem samhliða á sér stað lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutföll í öllum skattþrepum. Fulltrúi minnihluta situr hjá við afgreiðsluna.

Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 30. desember nk.

2. 2023090285 – Gjaldskrár Seltjarnarnesbæjar 2024

Fjármálastjóri lagði fram gjaldskrár Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2024.

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum meirihluta að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar gjaldskrár fyrir árið 2024 en þær eru í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir 2024. Fulltrúi minnihluta hafnar tillögunni.

3. 2023090285 – Viðaukar nr. 5 - 10

Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðaukum nr. 5 - 10 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2023 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að fjárhæð kr. 348.700.000,- vegna launabreytinga skv. nýjum kjarasamningum, kostnaðaraukningu að fjárhæð kr. 294.000.000,- vegna reksturs á málaflokki fatlaðra og kostnað að fjárhæð kr. 112.000.000,- vegna framkvæmda á skólahúsnæði bæjarins vegna myglu. Alls eru viðaukar að fjárhæð kr. 514.200.000 fjármagnaðir af handbæru fé.

4. 2023120223 – Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2024

Lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2024 sem lögð var fram á stjórnarfundi 14. desember, 2023.

 

Fundi slitið kl. 10:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?