Fara í efni

Bæjarráð

157. fundur 29. febrúar 2024

157. fundur Bæjarráðs var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni Austurströnd 2, fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 08.00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

 1. 024020206 – Óendurskoðað uppgjör 2023

Óendurskoðað rekstaryfirlit lagt fram.

Sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti óendurskoðað rekstraryfirlit og áætlaða afkomu á árinu 2023.

2. 2023010166 – Fundargerð Vinnuhóps um byggingu leikskóla

Fundargerð 12. fundar Vinnuhóps um byggingu leikskóla lögð fram.

Bæjarráð þakkar starfshópi Vinnuhópsins og starfsmönnum leikskóla fyrir frábært starf.

3. 2024020210 – Nýr leikskóli, Undrabrekka – gögn og teikningar

Gögn og teikningar frá Andrúm arkitektum lögð fram.

4. 2024010404 – Skipulag grunnskólans

Baldur Pálson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs situr fundinn undir þessum lið.

Baldur fór yfir og kynnti skref sem hafa verið tekin til samráðs við starfsmenn skóla og frístundar, sem og við foreldrafélag grunnskólans í athugun á fýsileika þess að skipta skólunum upp.

5. 2024010231 – Heimaþjónusta

Umræðu frestað.

6. 2024010163 – Úttekt á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness

Baldur Pálson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs situr fundinn undir þessum lið.

Tilboð frá Miðstöð skólaþróunar í útttekt á sérkennslu í Grunnskóla Seltjarnarness lagt fram.

Bæjarráð samþykkir tilboðið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar. Sviðsstjóra Fjölslyldusviðs er falið að vinna málið áfram.

 

Fundi slitið: 9:27

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?