Fara í efni

Bæjarráð

158. fundur 04. apríl 2024

158. fundur Bæjarráðs var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni Austurströnd 2, fimmtudaginn 4. apríl 2024 kl. 08.00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava G. Sverrisdóttir

 Dagskrá:

1. 2024030032 – Félagslegt leiguhúsnæði - eignasafn

Baldur Pálsson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs situr fundinn undir þessum lið.

Á 471. fundi fjölskyldunefndar var eftirfarandi fært í fundargerð undir 4. dagskrárlið, 2024030032:

Sviðsstjóri gerði grein fyrir eignasafni sveitarfélagsins þegar kemur að félagslegu leiguhúsnæði annars vegar og eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði hins vegar. Fjölskyldunefnd samþykkir að samsetning eignasafns verði endurskoðuð m.t.t. þess að skapa meiri sveigjanleika til að mæta eftirspurn. Fjöldi félagslegra leiguíbúða skal þó ekki skerðast við þá endurskoðun. Nefndin óskar eftir því að sviðsstjóri fylgi málinu eftir með bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Fjölskyldunefndar og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2. 2024010404 – Skipulag grunnskólans

Baldur Pálsson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs situr fundinn undir þessum lið.

Samantekt frá sviðsstjóra um könnun á fýsileika þess að skipta Grunnskóla Seltjarnarness í tvo sjálfstæða skóla Fjölskyldusviðs lögð fram.

Á 322. fundi skólanefndar var eftirfarandi fært í fundargerð undir 3. dagskrárlið, 2024010404:

Bókun: Fulltrúar í skólanefnd taka vel í skipulagsbreytingu í Grunnskóla Seltjarnarness með það að sjónarmiði að skipta skólanum í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Skólanefnd telur rekstrarleg og fagleg rök fyrir skipulagsbreytingu liggja fyrir en leggur áherslu á að taka þurfi tillit til fram kominna skilaboða og ábendinga skólastjórnenda, kennara og foreldra. Af u.þ.b. 180 grunnskólum er Grunnskóli Seltjarnarness meðal þeirra 10 fjölmennustu á landsvísu og er það mat skólanefndar að uppskipting skólans sé til þess fallin að auðvelda skólastjórnendum faglega yfirsýn og skapa um leið markvissari eftirfylgni og fjárhagslega stjórnun á málefnum hvors skóla.

Bæjarráð tekur undir bókun skólanefndar og ákveðið er að vinna við skiptingu skólanna verði hafin nú þegar. Bæjarráð þakkar ennfremur greinargóða samantekt og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við sviðsstjóra og skólanefnd.

3. 2024020048 – Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025.

Baldur Pálsson sviðsstjóri Fjölskyldusviðs situr fundinn undir þessum lið.

Tillaga um úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024 - 2025 lögð fram til samþykktar.

Á 322. fundi skólanefndar var eftirfarandi fært í fundargerð undir 6. dagskrárlið, 2024020048:

Skólanefnd samþykkir úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Ef niðurstaða bæjarráðs um skipulag Grunnskóla Seltjarnarness verður sú að skólanum verði skipt í tvo sjálfstæða skóla, gerir skólanefnd ráð fyrir því að gerð verið tillaga að úthlutun til hvors skóla fyrir sig - Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.

Bæjarráð samþykkir tilllöguna og afgreiðslu skólanefndar.

4. 2024030167 - Yfirlýsing frá Samb. ísl. sveitarf. v. kjarasamninga í mars 2024

Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stuðning ríkisstjórnarinna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024 lögð fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að taka saman kostnað við skólamáltíðir og áhrif þess að breyta gjaldskrám sveitarfélagsins.

5. 202404004 - Breyting á innheimtu stöðubrotsgjalda hjá Seltjarnarnesbæ

Lagt er til að gefinn verði 2.500 kr. afsláttur af stöðubrotsgjaldi verði gjaldið greitt innan 3ja daga frá álagningu þess en almennt stöðubrotsgjald er kr. 10.000 hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6. 024020206 – Uppgjör 2023

Drög að ársreikningi 2023 lögð fram.

Sviðsstjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir afkomu ársins.

Bæjarráð vísar afgreiðslu ársreiknings til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – febrúar 2024

Mánaðaryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2024 lagt fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að vinna mánaðaryfirlit áfram.

 

Fundi slitið: 10.25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?