Fara í efni

Bæjarráð

159. fundur 18. apríl 2024

159. fundur Bæjarráðs var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni Austurströnd 2, fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 08.00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2022024010231– Heimaþjónusta

Samanburður gjaldskráa í heimaþjónustu lagður fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að vinna frekari greiningu.

2. 2024040030 – Ekkert um okkur án okkar - Erindisbréf Ungmennaráðs til bæjarráðs

Erindi frá Ungmennaráði lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir samanburði á útfærslum annarra sveitarfélaga.

3. 2024030167 - Yfirlýsing frá Samb. ísl. sveitarf. v. kjarasamninga í mars 2024

Kostnaðarmat vegna breytinga á gjaldskrám lagt fram.

Sviðsstjóra fjármála falið að halda þessari vinnu áfram.

4. 2023050090 – Bréf eftirlitsnefndar sveitarfélaga

Kostnaðarmat vegna lífeyrisskuldbindinga lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og finna út hvernig viðmiðun eftirlitsnefndar verður fylgt eftir, með tilliti til hækkunar lífeyrisskuldbindinga.

5. 2024020225 – Kostnaðaráætlun vegna fuglatalningar

Kostnaðaráætlun vegna fuglatalningar lagt fram.

Bæjarráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun.

6. 2024040214 – Vinnuhópur um þróun lóða á Eiðistorgi og Orkureitnum

Bæjarstjóra falið að undirbúa stofnun hóps um þróun lóða á Eiðistorgi og Orkureitnum. Stefnt er að því að skipa hópinn á næsta fundi bæjarráðs.

7. 2023090285 – Staða á jafnvægisreglu og skuldaviðmiði

Útreikningar fjármálastjóra lagðir fram.

Rætt undir dagskrárlið 4.

8. 2023090285 – Mánaðaryfirlit – febrúar 2024

Mánaðaryfirlit lagt fram.

 

Fundi slitið: 9:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?