Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
Dagskrá:
1. 2025010140 – Kynning útboð leikskóla
Grímur Már Jónasson frá VSÓ kemur inn á fundinn.
Grímur leggur fram minnisblað um útboðsmál fyrir byggingu nýs leikskóla.
Grímur yfirgefur fundinn kl. 8:45.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda þessari vinnu áfram og semja við VSÓ að sjá um framkvæmd við útboð um byggingu leikskóla fyrir hönd bæjarins.
2. 2025010138 – Þjónustuaukning Strætó 2025
Fyrir fundinum liggja fyrir gögn til kynningar frá Strætó bs.
Erindið lagt fram.
3. 2025040064 – Hagræðingartillögur apríl 2025 – gjaldskrá blokkflautunáms
Sviðsstjóri fjármála leggur fram tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir blokkflautukennslu í 2. bekk Mýrarhúsaskóla. Tillagan er lögð fram í tengslum við hagræðingartillögur sem samþykktar voru 10. apríl 2025.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
4. 2025050141 – Fjármögnun nýr leikskóli
Fjármálastjóri leggur fram kynningu á kjörum frá Lánasjóði sveitarfélaga og fer yfir aðra kosti.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að halda þessari vinnu áfram og koma með tillögur inn á næsta fund.
5. 2025050142 – Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
Bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
Fulltrúi Samfylkingar og óháðra lagði eftirfarandi bókun fram: Undirrituð vill undirstrikar áhyggjur af því að fjárhagur Seltjarnarnesbæjar sé ekki að snúast nægilega hratt við miðað við að skilyrðum um jafnvægisreglu verði náð árið 2026.
Sigurþóra Bergsdóttir
6. 2024080154 – Mánaðaryfirlit
Sviðsstjóri fjármála leggur fram mánaðaryfirlit fyrir fyrsta ársfjórðung 2025.
Fundi slitið: 9:42