Fara í efni

Bæjarráð

178. fundur 26. júní 2025 kl. 08:15 - 09:51 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 2025060160 – Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda

Gögn um samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda lögð fram.

Seltjarnarnesbær, auk fleiri sveitarfélaga, hefur um árabil bent á hversu ósanngjörn fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan hefur verið eftir flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Hefur þessi þjónusta lagst þungt á rekstur bæjarfélagsins án þess að fé hafi fylgt til samræmis, enda málaflokkurinn mikið mun þyngri og umfangsmeiri nú en gert var ráð fyrir í upphafi.

Það er mikið fagnaðarefni að ríkið taki nú að sér framkvæmd þjónustu þeirra skjólstæðinga sem metin hafa verið í þriðja stigi og efsta stigi barna með fjölþættan vanda eigi síðar en 1. janúar 2026.

Vonandi leiðir þetta til bættrar þjónustu við börn en vekjum athygli á að enn er ekki búið að mæta þjónustuþörf þess hóps sem hefur náð 18 ára aldri.

2. 2025040027 – Boltamömmur umsókn um menningarstyrk

Bæjarráð hafnar umsókninni.

3. 2025060146 – Viðauki 1 – Kjarasamningar kennara

Fjármálastjóri leggur fram viðauka til að mæta kostnaði viðbótarkostnaði við kjarasamninga kennara.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

4. 2025060147 – Viðauki 2 – Framkvæmdir Skólabraut 3-5

Fjármálastjóri leggur fram viðauka til að mæta kostnaði viðbótarkostnaði við framkvæmdir á Skólabraut 3 – 5.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

5. 2025060149 – Viðauki 3 – Uppfærsla umferðaröryggisáætlunar

Fjármálastjóri leggur fram viðauka til að mæta kostnaði við uppfærslu umferðaröryggisáætlunar.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

6. 2025060168 – Viðauki 4 – Ný leikskóladeild

Fjármálastjóri leggur fram viðauka til að mæta kostnaði kostnaði við stofnsetningu og rekstur nýrrar leikskóladeildar.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

7. 2024080154 – Mánaðaryfirlit janúar - apríl

Fjármálastjóri leggur fram mánaðaryfirlit yfir fyrstu fjóra mánuði ársins.

 

Fundi slitið: 9:51

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?