Fara í efni

Bæjarráð

179. fundur 17. júlí 2025 kl. 08:00 Fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness

179. fundur bæjarráðs

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, fimmtudaginn 17. júlí 2025 kl. 08:00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson. Sigurþóra Bergsdóttir sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

1. 2025070035 – Ástand húsnæðis bæjarskrifstofu

Bæjarstjóri leggur fram skýrslu frá Eflu um niðurstöður sýnatöku í húsnæði bæjarskrifstofunnar og tillögur til úrbóta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2. 2025070042 – Viðauki 5 – Kaup á félagslegri íbúð 2025

Fjármálastjóri leggur fram beiðni um viðauka til að mæta kostnaði vegna kaupa á félagslegu húsnæði.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

3. 2025070027 – Lántaka – Lánasjóður sveitarfélaga – félagslegt húsnæði 2025

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 52.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, sem og langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður sveitarfélögum upp á hverju sinni og hefur bæjarstjórnin kynnt sér skilmála skuldabréfaflokkanna eins og þeir koma fyrir á heimasíðu Lánasjóðsins.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á félagslegu húsnæði fyrir sveitarfélagið sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þór Sigurgeirssyni, bæjarstjóra, kt. 070467-8369, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Fundi slitið: 9:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?