Fara í efni

Bæjarráð

180. fundur 28. ágúst 2025 kl. 08:15 - 10:44 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

180. fundur bæjarráðs

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, fimmtudaginn 28. ágúst 2025 kl. 08:15.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

1. 2025080265 – Veikindahlutfall Seltjarnarnesbæjar

Baldur Pálsson, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs og Ari Eirberg Sævarsson, mannauðsstjóri mæta á fundinn.

Bæjarstjóri leggur fram gögn um veikindahlutfall Seltjarnarnesbæjar ásamt tölum frá nágrannasveitarfélögum. Baldur og Ari greina frá því til hvaða ráðstafana hefur verið tekið.

Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Baldur og Ari yfirgefa fundinn kl. 8:47

2. 2025010140 – Niðurstöður útboðs nýs leikskóla

Bæjarstjóri leggur fram niðurstöður úr útboði á byggingu nýs leikskóla. Aðalvík ehf. átti lægsta tilboð í verkið eða fyrir 87,2% af kostnaðaráætlun. Lægstbjóðandi, Aðalvík ehf. hefur skilað tilskildum gögnum sem staðfesta það að hann stenst kröfur útboðsgagna um tæknilegt og fjárhagslegt hæfi. Bæjarstjóri leggur til að tilboði Aðalvíkur ehf. í verkið verði tekið og að honum verði veitt umboð til að ganga til samningsgerðar á grundvelli tilboðsins.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Aðalvíkur ehf. og veitir bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Aðalvík ehf.

3. 2025070027– Mánaðaryfirlit – 6 mánuðir

Fjármálastjóri leggur fram 6 mánaða uppgjör og mánaðaryfirlit.

4. 2025070035 – Ástand húsnæðis bæjarskrifstofu

Þórður Kristjánsson og Svavar Örn Guðmundsson, frá Eflu verkfræðistofu mæta á fundinn.

Starfsmenn Eflu fara yfir niðurstöður úr ástandsskýrslu sem Efla vann fyrir Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð áréttar áhyggjur sínar af þeirri stöðu sem upp er komin og felur bæjarstjóra að vinna áfram að lausn málsins.

Þórður og Svavar yfirgefa fundinn kl. 9:20.

5. 2025080262– Viðauki 6 – Framkvæmdir v. umferðaröryggis á Norðurströnd

Málinu frestað til næsta fundar.

6. 2025080264 – Viðauki 7 – Tilfærsla frá eignasjóði í fél.húsnæði – Kirkjubraut 20

Fjármálastjóri leggur fram beiðni um viðauka til að flytja fasteign í eigu bæjarins úr Eignasjóði í Félagslegt húsnæði.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

7. 2025080267 – Verk- og tímaáætlun fjárhagsáætlun 2026

Fjármálastjóri leggur fram drög að verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2026 til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir verk- og tímaáætlunina með lítilsháttar breytingum.

8. 2025080267 – Forsendur fjárhagsáætlun 2026

Fjármálastjóri leggur fram fyrstu drög að forsendum fyrir rammaáætlun 2026 til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir forsendur fyrir rammaáætlun 2026 með lítilsháttar breytingum.

9. 2025080266 – Eiðismýri 30 - sala á samkomusal

Bæjarstjóri leggur fram tillögu um að selja samkomusal í eigu sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að samkomusalur að Eiðismýri 30 verður settur í söluferli og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

10. 2024120050 – Trúarbrögðin e Ásmund Sveinsson - útilistaverk illa farið

Málinu frestað til næsta fundar.

 

Fundi slitið: 10:44

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?