Fara í efni

Bæjarráð

181. fundur 18. september 2025 kl. 08:15 - 10:13 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

181. fundur bæjarráðs

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, fimmtudaginn 18. september 2025 kl. 08:15.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

1. 2025060024 – Samningur Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins 2026-2028

Rætt um ferðamálastefnu bæjarins og mögulega styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þá eru drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2026 – 2028 lögð fram til samþykktar en þau voru hluti af fundargögnum sem fylgdi dagskrárlið 3 í fundargerð nr. 612 frá SSH þann 01.09.2025, Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - 2409009. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt framlögð drög á bæjarstjórnarfundi þann 17.09.2025.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028 og veitir bæjarstjóra fullt umboð til undirritunar þeirra. Bæjarráð samþykkir enn fremur að láta klára vinnu við ferðamálastefnu bæjarins og vísar málinu áfram til úrvinnslu í skipulags- og umferðarnefnd.

2. 2024120050 – Trúarbrögðin e Ásmund Sveinsson - útilistaverk illa farið

Skýrsla um ástand verksins lögð fram.

Bæjarráð samþykkir lagfæringu á listaverkinu.

3. 2025070027 – Mánaðaryfirlit – janúar – júlí.

Fjármálastjóri leggur fram mánaðaryfirlit.

Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætir á fundinn.

4. 2025090210 – Matsferill – samræmd stöðu- og framvindupróf

Baldur fer yfir stöðu varðandi matsferil samræmdra stöðu- og framvinduprófa.

5. 2025010313 – Inntaka barna í leikskóla á Seltjarnarnesi skólaárið 20225-2026

Baldur fer yfir stöðu ráðninga í leikskóla Seltjarnarness.

Bæjarráð þakkar Baldri fyrir góða yfirferð.

Baldur yfirgefur fundinn kl. 9:47.

6. 2025080262– Viðauki 6 – Framkvæmdir v. umferðaröryggis á Norðurströnd

Fjármálastjóri leggur fram beiðni um viðauka til að mæta kostnaði við framkvæmdir á Norðurströnd. Markmið framkvæmdanna er að draga úr hraðakstri og auka öryggi á Norðurströnd.

Bæjarráð vísar málinu aftur til frekari vinnslu í skipulags- og umferðarnefnd.

7. 202505080262 – Fjármögnun nýr leikskóli 2025

Fjármálastjóri fer yfir stöðu máls.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram.

 

Fundi slitið: 10:13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?