Fara í efni

Bæjarráð

182. fundur 22. október 2025 kl. 08:15 - 10:04 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi

182. fundur bæjarráðs

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 5, miðvikudaginn 22. október 2025 kl. 08:15.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

1. 2025050141 – Fjármögnun nýr leikskóli 2025

Rætt um mismunandi leiðir við fjármögnun nýs leikskóla.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.

2. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 – fjárfestingar

Yfirferð yfir drög að fjárfestingaráætlun fyrir árið 2026 frestað til næsta fundar.

3. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 – gjaldskrá

Fjármálastjóri leggur fram uppfærð drög að gjaldskrá.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna tillögu að gjaldskrárbreytingum áfram meðfram fjárhagsáætlunargerð.

4. 2025100170 – Leigusamningur Austurströnd 5 – neðri hæð

Bæjarstjóri leggur fram leigusamning um bráðabirgðahúsnæði að Austurströnd 5.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til undirritunar samningsins.

5. 2025090275 – Mánaðaryfirlit – janúar – ágúst

Fjármálastjóri leggur fram mánaðaryfirlit.

6. 2025100127 – Fjárhagsáætlun 2026 - Samráðshópur um vatnsvernd og nýtingu

Fjárhagsáætlun Samráðshóps um vatnsvernd og nýtingu fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina.

7. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 – Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Fjárhagsáætlun Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina.

8. 2025100004 – Fjárhagsáætlun 2026 - Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina.

9. 2025100128 – Fjárhagsáætlun 2026 - Sorpa bs.

Fjárhagsáætlun Sorpu bs. fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina.

10. 2025100129 – Fjárhagsáætlun 2026 - Strætó bs.

Fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

Fundi slitið: 10:04

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?