183. fundur bæjarráðs
Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 5, föstudaginn 31. október 2025 kl. 08:00.
Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
1. 2025100255 – Umsagnarbeiðni/tækifærisleyfi í íþróttahúsi Seltirninga
Beiðni um tækifærisleyfi fyrir menningarviðburð lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir leyfið.
2. 2025050141 – Fjármögnun nýr leikskóli 2025
Rætt um mismunandi leiðir við fjármögnun nýs leikskóla.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.
3. 2025100177– Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
Bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga lagt fram.
4. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 – Jöfnunarsjóður
Svar frá Jöfnunarsjóði varðandi útgjaldajöfnunarframlag lagt fram.
5. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 – fjárfestingar
Drög að fjárfestingaráætlun lögð fram.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna framkvæmdaáætlun áfram
6. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 – tillaga
Sviðsstjóri fjármála leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026, í samræmi við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 62gr. 4.mgr.
Fundi slitið: 10:00