Fara í efni

Bæjarráð

185. fundur 24. nóvember 2025 kl. 08:00 - 09:55 fundarherbergi að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi

185. fundur bæjarráðs

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 5, mánudaginn 24. nóvember 2025 kl. 08:00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

1. 2024100215 – Tillaga að nýju fyrirkomulagi leikskóla - kynning

Minnisblað um nýtt gjaldskrárlíkan fyrir Leikskóla Seltjarnarness lagt fram til kynningar. Málið er í samráðsferli og lokaútfærsla verður kynnt síðar.

2. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 (2026-2029)

Svava G. Sverrisdóttir, fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2026 og árin 2027-2029, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A- og B-hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2026 er rekstrarniðurstaða kr. 38.604.425-

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2026 (2026-2029) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 26. nóvember 2025.

 

Sigurþóra vék af fundi kl. 9:17.

Fundi slitið kl. 9:55.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?