Fara í efni

Bæjarráð

186. fundur 05. desember 2025 kl. 08:00 - 09:55 fundarherbergi að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi

186. fundur bæjarráðs

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 5, föstudaginn 5. desember 2025 kl. 08:00.

Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir.

Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.

1. 2025120007 – Beiðni um söluumboð – Austurströnd 2

Beiðni um söluumboð til bæjarstjóra til að selja Austurströnd 2

Beiðnin er samþykkt af fulltrúum meirihluta, fulltrúi minnihluta sat hjá.

2. 2024040214 – Vinnuhópur um þróun lóða á reitum M-1 og M-2

Málinu frestað.

3. 2025030160 – Bréf til bæjarráðs – Dagdvöl Seltjörn

Árni Ármann lögmaður kemur á fundinn kl. 8:00

Árni fer yfir bréf frá stjórnarformanni Vigdísarholts, dags. 26. nóvember 2025.

Árni Ármann yfirgefur fundinn kl. 8:45.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að vinna málið áfram. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að segja upp samningi við Vigdísarholt um dagdvöl aldraðra, fyrir áramót, ef þurfa þykir.

4. 2025110077 – Umsóknir um stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness árið 2026 – viðbót

Umsókn um aukinn stuðning við börn í Leikskóla Seltjarnarness lögð fram.

Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða.

5. 2025110099 – Málefni heimilislausra með fjölþættan vanda

Beiðni um stuðning vegna málefna heimilislausa með fjölþættan vanda lögð fram.

Málinu frestað.

6. 2025110089 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um frístundaþjónustu við fötluð börn og ungmenni

Reglur um frístundaþjónustu við fötluð börn og ungmenni lagðar fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir reglurnar samhljóða.

7. 2025070027 – Mánaðaryfirlit

Mánaðaryfirlit yfir tímabilið janúar – október 2025 lagt fram.

8. 2025110224 – Ný gjaldskrá sorphirðu

Fjármálastjóri leggur fram forsendur fyrir nýrri gjaldskrá á sorphirðu á Seltjarnarnesi.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

9. 2025090275 – Fjárhagsáætlun 2026 (2026-2029)

Fjárhagsáætlun 2026

Fjármálastjóri fór yfir fjárhagsáætlun komandi árs og þær breytingar sem hafa orðið á milli umræðna.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 10. desember 2025.

Fjárhagsáætlun 2027-2029 - Þriggja ára áætlun

Fjármálastjóri fór yfir 3ja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar, 2027 – 2029.

Bæjarráð samþykkir að vísa þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 10. desember 2025.

 

Fundi slitið kl. 9:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?