187. fundur bæjarráðs
Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 5, mánudaginn 8. desember 2025 kl. 08:00.
Mættir: Magnús Örn Guðmundsson, Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fundarritari: Svava Sverrisdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs.
1. 2024100215 – Tillaga að gjaldskrá og nýju fyrirkomulagi um vistunartíma
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, formaður skólanefndar, mætir á fundinn kl. 8:15.
Minnisblað með tillögu um gjaldskrá og nýtt fyrirkomulag um vistunartíma leikskóla Seltjarnarness lagt fram og farið yfir þær ábendingar sem komu fram í samráði við foreldra. Ákveðið er að ný gjaldskrá taki gildi 1. apríl 2026 og að það verði skráningardagar í dymbilviku 2026.
Dagbjört yfirgefur fundinn kl. 8:31
Tillagan samþykkt.
2. 2024040214 – Vinnuhópur um þróun lóða á reitum M-1 og M-2
Málefnum vinnuhópsins er vísað til Skipulags- og umferðarnefndar og þess óskað að nefndin taki við verkefnum vinnuhópsins á næsta fundi nefndarinnar og skili af sér tillögum fyrir 1. apríl 2026.
3. 2025110099 – Málefni heimilislausra með fjölþættan vanda
Beiðni um stuðning vegna málefna heimilislausa með fjölþættan vanda lögð fram.
Beiðnin er samþykkt til eins árs í senn.
4. 2025110144 – Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2026
Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun.
5. 2025090275 – Gjaldskrá Seltjarnarnesbæjar 2026
Gjaldskrár Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2026 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til samþykkis í bæjarstjórn.
6. 2025070027 – Mánaðaryfirlit
Mánaðaryfirlit yfir tímabilið janúar – október 2025 lagt fram.
Fundi slitið kl. 9:13