Fara í efni

Bæjarráð

28. ágúst 2014

Bæjarráð fundur nr. 2

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, fimmtudaginn 28. ágúst 2014 og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 1 sat fundinn Björn Guðbrandsson arkitekt.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2013020064.Hjúkrunarheimili við Safnatröð.
  Bæjarstjóri upplýsti um stöðu verkefnisins. Björn Guðbrandsson arkitekt ASK mætti á fundinn og fór yfir frumdrög af teikningum sem kynna á fyrir velferðarráðuneytinu í næstu viku. Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með gang mála.

 2. Málsnúmer 2014080003.

  Starfslok slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

  Ályktun Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna frá 15. landsþingi sem haldið var 25.-26. apríl 2014 lagt fram. Bæjarstjóra falið að ræða ályktun á fundi stjórnar SHS.

 3. Málsnúmer 2014080023.

  Reglur um greiðslur til dagforeldar vegna daggæslu barna í heimahúsi með lögheimili á Seltjarnarnesi.

  Bæjarstjóri leggur til að niðurgreiðsla verði hækkuð fyrir 8 stunda vistun úr kr. 55.000.- í kr. 65.000.- frá og með 1. september nk. og að reglur verði uppfærðar m.v. það á heimasíðu bæjarins. Bæjarráð samþykkir samhljóma hækkun í kr. 65.000.-.

 4. Málsnúmer 2014070024.

  Hjúkrunarheimilið Eir

  Bréf JPS dags. 30.06.2014 varðandi ábyrgð á fjárhagslegri stöðu heimilisins lagt fram.

 5. Málsnúmer 2014080017.

  Bréf Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins dags. 22.08.2014 varðandi uppfærslu stjórnkerfiskafla í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

  Lagt fram og ákveðið að tilnefna Baldur Pálsson sviðstjóra fræðslusviðs fulltrúa Seltjarnarnesbæjar.

 6. Málsnúmer 2014080016.

  Bréf Mannvirkjastofnun dags. 22.08.2014 varðandi úttekt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 2014.

  Í 6.gr. laga um brunavarnir kemur fram að Mannvirkjastofnun skuli með sjálfstæðum athugunum og úttektum leiðbeina sveitarstjórnum um kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og slökkviliða. Gerð var úttekt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 20.03.2014. Niðurstöður lagðar fram ásamt svarbréfi frá SHS.

  Lagt fram.

 7. Málsnúmer 2014030010.

  Bréf Ríkisendurskoðunar dags.10.04.2014 varðandi úttekt Ríkisendurskoðunar á byggingu Lækningaminjasafns Íslands.

  Skýrsla lögð fram.

  Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:50

l

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?