Fara í efni

Bæjarráð

20. október 2014

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

mánudaginn 20. október 2014 og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. 40 ára Kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarstjóri fór yfir þá dagskrá og viðburði sem hafa verið í bæjarfélaginu á árinu.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2014 samkvæmt 2. Mgr. 63. Gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Viðauki 4 5.000.000.- krónur Afmælisdagskrá bæjarins

    Viðauki 5 2.500.000.- krónur vegna árshátíðar bæjarins

    Ofangreindum viðaukum skal mætt með lækkun á handbæru fé í árslok sem nemur kr. 7.500.000,-.

  2. Málsnúmer 2013020064.

    Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista á fundi bæjarstjórnar 10.09.2014 varðandi Hjúkrunarheimili við Safnatröð.

    Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Neslista fagna því að undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi sé loks hafinn að nýju. Ljóst er að verkefnið er stórt og skiptir gríðarlega miklu máli að vel sé haldið utan um það og tryggð sé aðkoma allra hlutaðeigandi að verkefninu.

    Við leggjum sérstaka áherslu á að skipulags- og umferðarnefnd fái málið hið fyrsta til umfjöllunar, enda lýtur það beint að starfsviði nefndarinnar, s.s. hvað varðar útfærslu, staðsetningu, aðkomu og heildarsýn svæðisins.

    Einnig teljum við brýnt að verkefnið komi til kasta fjölskyldunefndar sem málefni aldraðra heyra undir. Skilgreina þarf vel fyrirhugaða þjónustu hjúkrunarheimilisins, skipulag og innra starf en ekki síst tengsl og samþættingu við aðra þjónustu sem bærinn veitir eldra fólki.

    Við leggjum einnig áherslu á að fagfólk úr stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila komi strax að undirbúningnum og fulltrúar eldri borgara á Seltjarnarnesi séu hafðir með í ráðum.

    Vanda verður til kostnaðaráætlana bæði hvað varðar byggingu heimilisins og rekstur þess.

    Við teljum eðlilegt í ljósi umfangs og mikilvægis verkefnisins, sem bygging nýs hjúkrunarheimilis er, að starfshópur úr röðum ofangreindra aðila verði endurvakinn, bæjarstjórn til halds og trausts.

    Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar (sign), Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar (sign), Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista (sign).

    Bókun meirihlutans við ofangreindri bókun minnihlutans málsnúmer 2013020064:

    Tryggð hefur verið aðkoma hlutaðeigandi aðila eftir því sem við hefur átt hverju sinni frá því verkefnið fór af stað

    Skipulags- og umferðarnefnd hefur verið upplýst um málið, skipulagshönnuðir sem vinna að deiliskipulagstillögu fyrir hverfið hafa verið upplýstir um málið svo og þeir hönnuðir sem vinna með aðalskipulagið. Þegar endanleg hönnun liggur fyrir um stærð og lögun byggingarinnar verður erindið sent til skipulags- og umferðarnefndar.

    Við hönnun á heimilinu og fyrirhugaðri þjónustu hjúkrunarheimilisins hefur verið tekið tillit til kröfulýsingu Velferðarráðuneytisins fyrir öldrunarþjónustu (útg.II) frá janúar 2013. Umfang þjónustunnar sem verksali tekur að sér, þ.e. skilgreindar starfsstöðvar og fjöldi og tegunda þjónusturýma á hverjum stað er skilgreint í þjónustusamningi sem samþykktur hefur verið í bæjarstjórn.

    Skipulag og innra starf hefur verið unnin út frá kröfulýsingu og húsrýmisáætlun sem Velferðarráðuneytið hefur gefið út og Seltjarnarnesbær samþykkt. Einnig hefur verið unnið með Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi ákvæði byggingarreglugerðar 112/2012 sbr. breytingu frá 20.03.2014.

    Önnur þjónusta sem bærinn veitir eldra fólki er unnin í samráði við Fjölskyldunefnd og samþykktir bæjarstjórnar.

    Leitað hefur verið til aðila sem hafa sérþekkingu á þessum rekstri og starfa í þessu umhverfi í dag.

    Bæjarstjóri í umboði bæjarstjórnar vinnur nú að framkvæmd verkefnisins.

    Guðmundur Magnússon (sign), Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

  3. Málsnúmer 2014100007.

    Bréf Útilífsmiðstöðvar Skáta dags. 06.10.2014 varðandi samstarf á liðnu ári.

    Lagt fram.

  4. Málsnúmer 2014040009.

    Bréf SG varðandi framlengingu á lóðarsamningi við Suðurströnd 10 dags. 01.09.2014.

    Sveitarfélagið hyggst breyta gildandi deiliskipulagi á svæðinu þar sem umrædd lóð er. Bæjarráð er því ekki tilbúið til að endurnýja umræddan lóðarleigusamning. Óski lóðarhafi þess er sveitarfélagið tilbúið til að framlengja umræddan samning um eitt ár í senn enda verði umræddur söluturn fjarlægður af eiganda að þeim tíma loknum. Óski eigandi eftir slíkri framlengingu skal skrifleg beiðni þar um berast sveitarfélaginu ekki seinna en 1. desember nk. Berist ekki slík beiðni fyrir þann tíma verður litið svo á að lóðarhafi óski ekki eftir tímabundinni framlengingu. Skal umræddur söluturn ásamt tilheyrandi mannvirkjum þá fjarlægður ekki seinna en 1. febrúar n.k.

  5. Málsnúmer 2014100004.

    Bréf Skógarmenn KFUM Vatnaskógi, dags. 30.09.2014 beiðni um styrk.

    Bæjarráð samþykkir kr. 100.000.- fyrir árið 2015 vegna byggingar Birkiskála II.

  6. Málsnúmer 2013030013.

    Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 – verklok og niðurstöður.

    Bæjarstjóri kynnti málið. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra SSH dags. 16.09.2014.

  7. Málsnúmer 2014090068.

    Bréf Neytendasamtakanna dags. 24.09.2014 beiðni um styrk vegna ársins 2015.

    Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.- vegna ársins 2015.

  8. Málsnúmer 2014100048.

    Erindi starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness um samgöngusamning.

    Bæjarstjóra falið að skoða erindið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 08:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?