Fara í efni

Bæjarráð

20. nóvember 2014

Bæjarráð fundur nr. 7

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 20. nóvember 2014 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu, Sigrún Edda Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2014030048

  Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Neslista og Samfylkingar frá bæjarstjórnarfundi 12. nóvember sl. varðandi breytingartillögur á fjárhagsáætlun ársins 2015, sem lögð var fram til fyrri umræðu.

  Tillögur ræddar, bæjarstjóra falið að færa milli liða m.v. umræður á fundinum.

  Til máls tóku: GM, ÁE, GAS, ÁH, BTÁ.

 2. Málsnúmer 2014040009.
  Suðurströnd 10, bréf dags. 10.11.2014 ósk um framlengingu á lóðarsamningi um 1 ár.

  Bæjarráð er tilbúið að framlengja umræddan lóðarleigusamning um eitt ár frá 1. janúar til 31. desember 2015, enda verði umræddur söluturn fjarlægður af eiganda að þeim tíma loknum. Samþykkt með tveimur atkvæðum og einn situr hjá.
  Til máls tóku: GM,ÁE,ÁH.

 3. Málsnúmer 2014040040.

  Tillaga um að laun bæjarfulltrúa verði endurskoðuð út frá störfum í nefndum lögð fram af Samfylkingu Guðmundi Ara Sigurjónssonar.

  Á fundi fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness 21. maí sl.lagði bæjarstjóri fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um launakjör bæjar- og sveitarfulltrúa. Tillaga GAS rædd. Formaður bendir á frá 1. janúar 2010 hafi bæjarstjórn samþykkt tímabundið að fella niður greiðslur til bæjarfulltrúa vegna nefndarsetu. Í þessari fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir árið 2015 sé ekki gert ráð því enda var hér um tímabundna aðgerð að ræða, sem formlega var samþykkt árlega.

  Samþykkt og bæjarstjóra falið að yfirfara áætlun vegna nefndarlauna og gera breytingu á fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

  Til máls tóku: GM, ÁE, ÁH, GAS.

 4. Málsnúmer 2014030055.

  Endurbætur á íþróttamiðstöð.

  Árni Einarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
  Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi fjárhags- og launanefndar 27. mars 2014, rædd á fundi bæjaráðs þann 27. júní 2014 og þar vísað til skoðunar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 en ekki verið afgreidd formlega. Hún er hér endurflutt:
  Ég legg til að sölutekjum bæjarsjóðs vegna sölu lóðarinnar Hrólfsskálamel 1-7 verði varið til endurbóta á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness í samræmi við tillögur sem settar eru fram í skýrslu undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss á Seltjarnarnesi og lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 25. september 2013.
  Ég óska eftir að tillagan verði rædd á næsta fundi fjárhags- og launanefndar og þar m.a. tekin afstaða til áfanga- og tímasetningar framkvæmdarinnar hljóti tillagan stuðning.
  Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista

  Formaður upplýsti að á fundi bæjarráðs 27. júní sl. undir lið nr. 3 hafi eftirfarandi verið samþykkt. ,,Tillagan rædd, bæjarráð ákveðið að vísa henni til skoðunar við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Bæjarstjóri upplýsti þá um fundi sem hún hefur átt við ÍTR í Reykjavík varðandi stækkun íþróttamiðstöðvar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  Bæjarstjóri upplýsti að hún væri enn í viðræðum við fulltrúar Reykjavíkurborgar og lagði áherslu á að þeim yrði haldið áfram.

  Til máls tóku: GM, ÁE, ÁH, GAS.

 5. Málsnúmer 2014100047.

  Bréf foreldra barna í Skólalúðrasveit Seltjarnarness dags. 13.11.2014.

  Lagt fram. Bæjarstjóri upplýsti um stöðu verkfalsins.

  Til máls tóku: GM, ÁE, ÁH.

  Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:38

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?