Fara í efni

Bæjarráð

11. desember 2014

Bæjarráð fundur nr. 8

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 11. desember 2014 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Guðmundur Magnússon formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2014120024.

    Bréf Lögreglunar á Höfuðborgarsvæðinu, dags. 4.12.2014 ósk um samstarf í málum er varða heimilisofbeldi.

    Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra til jákvæðar afgreiðslu.

  2. Málsnúmer 2014120015.

    Gjaldskrá fyrir kattahald.

    Lögð fram gjaldskrá fyrir kattahald, bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og leggur til að hún taki gildi 1. febrúar 2015.

  3. Málsnúmer 2014120028.

    Bréf Tónlistarskóla Seltjarnarness dags. 9.12.2014 vegna verkfalls félagsmanna í FT.

    Baldur Pálsson fræðslustjóri kynnti uppbót á kennslu vegna verkfallsins. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslustjóra um uppbót á kennslu á vorönn og felur fjármálastjóra að útfæra tillöguna eins og hún er lögð fram.

  4. Málsnúmer 2014100048.

    Samgöngusamningur

    Fræðslustjóri Baldur Pálsson kynnti drög að samningi um samgöngusamning til að hvetja starfsfólk til að nota vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Bæjarráð samþykkir drögin og leggur til að þau taki gildi 1. janúar 2015.

  5. Málsnúmer 2014120026.

    Neyðarstjórn Seltjarnarness hjá SHS.

    Bæjarráð staðfestir erindisbréf um skipan neyðarstjórnar hjá bænum í samráði við SHS.

  6. Málsnúmer 2014120025.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4.12.2014 varðandi hvatningu til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna.

    Fræðslustjóri Baldur Pálsson kynnti endurskoðun á reglum um styrki/afslátt á vinnuskyldu til að mæta hvatningu til að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir reglur um vinnuskyldu til starfsmanna Seltjarnarnesbæjar vegna náms.

  7. Málsnúmer 2014120027.

    Hjólastæði við stofnanir Seltjarnarnesbæjar.

    Á síðasta fundi bæjarráðs var óskað eftir að tekið yrði saman stöðuna á hjólastæðum við stofnanir bæjarins. Baldur Pálsson fræðslustjóri og Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi tóku saman og kynntu stöðuna í dag og tillögur að fjölgun hjólastæða. Bæjarráð lýsti ánægju sinni með þessa samantekt og bæjarstjóra falið að fylgja verkefninu eftir.

  8. Málsnúmer 2014120032.

    Mat á núverandi stjórnskipulagi áhaldahúss.

    ÁE ræddi á síðasta fundi bæjarráðs að skoðað yrði að gera úttekt á starfsemi áhaldahúss annars vegar og skipulagi verkferla. Gísli Hermannsson sviðstjóri mætti á fundinn og ræddi skipulag sviðsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að leggja mat á núverandi stjórnskipulag áhaldahúss og fyrirkomulag.

  9. Málsnúmer 2014120004.

    Erindi frá menningarnefnd dags. 8.12.2014, hugmynd um nýtingu á Eiðistorgi.

    Á fundinn mætti Soffía Karlsdóttir sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs og ræddi hugmyndir um frekari nýtingu á Eiðistorgi m.v. umræður sem voru á fundi menningarnefndar 4. desember sl. og bæjarráð óskar eftir stuttri úttekt.

    Einnig var rætt um rekstrarform félagsheimilisins. Bent var á að hægt væri að kynna það frekar sem sal til leigu. Í dag er það mikið notað fyrir stofnanir bæjarins. Vísað til frekari skoðunar til stjórnar Félagsheimilisins.

    Einnig kynnti Soffía hugmyndir formanns menningarnefndar um nýtt hlutverk Gamla Mýrarhúsaskóla, menningarfulltrúa falið að skoða frekar.

    Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?