Fara í efni

Bæjarráð

26. febrúar 2015

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 26. febrúar 2015 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson varamaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Björn Guðbrandsson arkitekt og Þorgrímur Stefánsson ráðgjafi sátu fundinn undir lið 10

Anton Björn Markússon lögmaður sat fund undir lið 11.

Árni Einarsson vék af fundi undir lið 5.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2015020045.

    Bréf EBÍ Brunabót til aðildarsveitarfélaga EBÍ, dags. 12.02.2015.

    Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir sviðstjórum bæjarins.

  2. Málsnúmer 2014100050.

    Bréf Fjármálaráðuneytis varðandi nýsköpunarverðlaun dags. 20.10.2014.

    Bæjarstjóri upplýsti að Ungmennaráð Seltjarnarness hafi fengið nýsköpunarviðurkenningu í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, verðlaun voru afhent 27.1.2015. Bæjarráð fagnar þessari viðurkenningu og óskar ráðinu til hamingju.

  3. Málsnúmer 2015020033.

    Bréf Velferðarráðuneytisins varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10.02.2015.

    Lagt fram, einnig lagt fram svar við fyrirspurn ráðuneytisins dags. 14.02.2015 undirritað af Stefáni Eiríkssyni, formanni sérstakrar stjórnar yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

  4. Málsnúmer 2011080121.

    Bréf Mörk hjúkrunarheimili varðandi samstarfyfirlýsingu um rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, dags. 05.12.2014.

    Lagt fram, bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  5. Málsnúmer 2014120082.

    Krabbameinsfélagið beiðni um styrk.

    Bréf Krabbameinsfélagsins dags. 19.12.2014, beiðni um styrk til útgáfu- og fræðslumála.

    Samþykkt kr. 100.000.-.

  6. Málsnúmer 2014120001.

    Bréf Stjórnar Snorrasjóðs, dags. 17.11.2014 varðandi beiðni um styrk sumarið 2015.

    Bæjarráð samþykkir að styðja við verkefnið með kr. 100.000.- framlagi.

  7. Málsnúmer 2014120009.

    Bréf Landgræðslu Ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfi milli Lyklafells og Hengils dags. 1.12.2014.

    Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

  8. Málsnúmer 2015020032.

    Erindi Sólheima í Grímsnesi dags. 10.02.2015, lagt fram.

    Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu.

  9. Málsnúmer 2015020042.

    Bréf Nordjobb varðandi sumarstörf 2015, dags. 11.02.2015.

    Bæjarráð sér sig ekki fært að verða við erindinu sumarið 2015.

  10. Málsnúmer 2015020042.

    Hjúkrunarheimili við Safnatröð.

    Björn Guðbrandsson arkitekt og Þorgrímur Stefánsson ráðgjafi mættu á fund ráðsins og kynntu forteikningar af heimilinu. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með forteikningar og felur bæjarstjóra að vinna áfram með verkefnið svo hönnunarferlið haldi tímaáætlun í samráði við arkitekta.

  11. Lögmaður bæjarins fór yfir nýjan dóm hæstaréttar og önnur mál sem hann er með fyrir bæinn.

    Anton Björn Markússon lögmaður kom og fór yfir dóminn.

    Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?