Fara í efni

Bæjarráð

26. mars 2015

Bæjarráð fundur nr. 11

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 26. mars 2015 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2015030055.

  Skólabraut 1.

  Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra að Skólabraut 1 neðri hæð verði færð inn í eignarsjóð bæjarins.

 2. Málsnúmer 2014090018.

  Ársreikningur Sorpu bs fyrir árið 2014.

  Lagður fram.

 3. Málsnúmer 2015030017.

  Ársreikningur Strætó bs fyrir árið 2014.

  Lagður fram.

 4. Málsnúmer 2013070023.

  Bréf SSH varðandi tillögur til lokaafgreiðslu endurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 02.03.2015.

  Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar að undangenginni afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

 5. Málsnúmer 2015030019.

  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi XXIX. Landsþing sambandsins, dags. 02.03.2015.

  Lagt fram.

 6. Málsnúmer 2015030024.

  Leikskóli Seltjarnarness könnun meðal foreldra.

  Bréf foreldraráðs og foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness dags. 25.02.2015 til bæjarstjóra lagt fram.

 7. Málsnúmer 2014080030.

  Ársreikningur Fræðslusjóðs Eflingar, Kópavogs og Seltjarnarnes fyrir árið 2013.

  Lagður fram.

 8. Málsnúmer 2014090048.

  Bréf ÓPT dags. 30.04.2014 beiðni um styrk.

  Bæjarráð telur ekki unnt að verða við erindinu.

 9. Málsnúmer 2014120077.

  Bréf Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis dags. 19.12.2014 varðandi breytingu á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit á svæði heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

  Tímagjald kr. 10.500.-, gjald fyrir rannsókn á hverju sýni sbr. eftirlitsáætlun kr. 14.100.-Bæjarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrá.

 10. Málsnúmer 2014120031.

  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2014.

  Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2014, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga.
  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2014 er undirritaður af bæjarstjóra og er tilbúinn til endurskoðunar. F&L samþykkir að vísa honum til bæjarstjórnar.
  Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 15. apríl 2015.

 11. Kaup á íbúð.

  Fjármálastjóri ræddi endurnýjun á félagslegum íbúðum. Bæjarráð samþykkir að fjármálastjóri vinni áfram með málið þar sem viðhaldsþörf þeirra íbúða sem um ræðir er orðinn umtalsverður.

  Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 10:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?