Fara í efni

Bæjarráð

16. apríl 2015

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

fimmtudaginn 16. apríl 2015 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013020016/2015020015.

    Endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar.

    Lögð fram drög að endurskoðun, Baldur Pálsson fræðslustjóri fór yfir helstu breytingar.

    Ákveðið að skoða nánar og taka til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

  2. Málsnúmer 2015040041.

    Reiknilíkan fyrir úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2015-2016.

    Fræðslustjóri BP kynnti úthlutunarlíkan fyrir Grunnskólann skólaárið 2015-2016. Bæjarráð samþykkir forsendur líkansins og vísar því til skólanefndar til umsagnar.

  3. Málsnúmer 2014120026.

    Neyðarstjórnir sveitarfélaga.

    BP fræðslustjóri kynnti stöðu verkefnisins sem unnið er í samráði við SHS.

  4. Málsnúmer 2014120008.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 04.12.2014 varðandi hvatningu til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

    BP fræðslustjóri kynnti samþykktar tillögur skólanefndar um styrki til náms í leikskólakennarafræðum. Bæjarráð samþykkir tillögur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum.

  5. Málsnúmer 2014090002.

    Minnisvarði um Seltirninga.

    Soffía Karlsdóttir sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu verkefnisins.

  6. Málsnúmer 2015030070.

    Kærunefnd útboðsmála, framsal á tilboði akstursaðila hjá Strætó bs.

    Bréf Reykjavík Lawyers dags. 25.03.2015 til Fjármálaráðuneytisins vegna Kærunefndar útboðsmála lagt fram.

  7. Málsnúmer 2014040047.

    Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 13.03.2015 og bréf Læknafélags íslands dags. 23.03.2015 varðandi samning milli Seltjarnarnesbæjar og ráðuneytisins um byggingu og rekstur húsnæði fyrir Lækningaminjasafn Íslands.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. Bæjarráð vísar bréfunum til bæjarstjóra.

  8. Málsnúmer 2013060013.

    Bréf SSH dags. 13.04.2015 varðandi afgreiðslu á svæðisskipulagstillögu til staðfestingar.

    Lagt fram og vísað til skipulags- og umferðarnefndar til umfjöllunar.

  9. Málsnúmer 2014040023.
    Bréf Umhverfisstofnunar dags. 14.04.2014 varðandi áætlun til þriggja ára um refaveiðar.
    Lagt fram.
  10. Málsnúmer 2013090056.

    Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 26.02.2015 varðandi úthlutanir og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2014.

    Lagt fram yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um almenn framlög úr sjóðnum vegna 2014

  11. Málsnúmer 2014090053.

    Bréf Sendils ehf. dags. 18.09.2014 varðandi miðlun rafrænna reikninga.

    Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?