Fara í efni

Bæjarráð

21. ágúst 2015

Bæjarráð fundur nr. 15

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

föstudaginn 28. ágúst 2015 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013020016/2015020015.

    Endurskoðun siðareglur bæjarstjórnar.

    Frestað til næsta fundar.

  2. Málsnúmer 2015060204.

    Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.

    Bréf EMR, dags. 25.06.2015 beiðni um styrk vegna náms. Baldur Pálsson fræðslustjóri, upplýsti um málið, bæjarráð samþykkir að styrkja viðkomandi í samræmi við reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn.

  3. Málsnúmer 2015060205.

    Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.

    Bréf JK, dags. 25.06.2015 beiðni um styrk vegna náms. Baldur Pálsson fræðslustjóri, upplýsti um málið, bæjarráð samþykkir að styrkja viðkomandi í samræmi við reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn.

  4. Málsnúmer 2015070001.

    Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.

    Bréf HRT, dags. 25.06.2015 beiðni um styrk vegna náms. Baldur Pálsson fræðslustjóri, upplýsti um málið, bæjarráð samþykkir að styrkja viðkomandi í samræmi við reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn.

  5. Málsnúmer 20150300028

    Þjóðarsáttmáli um læsi.

    Lagður fram samningur milli ríkisins og bæjarins um þjóðarsáttmála um læsi. Baldur Pálsson fræðslustjóri kynnti samninginn og áherslur skólans í dag. Bæjarráð samþykkir samninginn og lýsir ánægju sinni með þetta átak og felur fræðslustjóra að sjá um framkvæmdahlið samningsins.

  1. Málsnúmer 2015080170.

    Eignasjóður Seltjarnarnesbæjar.

    Bréf stjórnar Félagsheimilis Seltjarnarness dags. 26.08.2015 og fundargerð stjórnar dags. 26.08.2015 lagt fram. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

  2. Málsnúmer 2015080008.

    Samtök skattgreiðenda.

    Bréf Samtaka skattgreiðenda varðandi styrkveitingu bæjarráðs til sóknarnefndar dags. 10.08.2015. Fjármálastjóra falið að svara erindinu m.v. umræður á fundinum.

  3. Málsnúmer 2015060060.

    Minjastofnun Íslands.

    Bréf Minjastofnunar Íslands dags. 29.06.2015 varðandi könnunarskurð í túni Móakots á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið í samstarfi við Minjastofnun Íslands.

  4. Málsnúmer 2015060187.

    Hjólastígar.

    Bæjarstjóri kynnti tillögur af tvöföldun hjólastíga frá Norðurströnd að Suðurströnd.Lagt er til að farið verði í undirbúning á 1. áfanga Norðurströnd að Snoppu, bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið og kynna á næsta fundi kostnaðaráætlun.

  5. Málsnúmer 2014040023.

    Bæjarráð samþykkir viðurkenningar til FH og ADP, bæjarstjóra falið að afhenda viðurkenningar.

  6. Málsnúmer 2015080330.
    Hænsnahald á Seltjarnarnesi.
    Bæjarstjóri upplýsti að ekki væru til reglur um hænsnahald á Seltjarnarnesi, lagt til að fela Umhverfisnefnd bæjarins að skoða málið.

  7. Málsnúmer 2015080516.

    Sala á íbúð.

    Tilboð í íbúð að Melabraut 28 lagt fram. Bæjarráð samþykkir tilboðið.

  8. Málsnúmer 2015080517.

    Sala á íbúð.

    Tilboð í íbúð að Austurströnd 6 lagt fram. Bæjarráð samþykkir tilboðið.

  1. Málsnúmer 2015030045.

    Bygggarðar.

    Bæjarstjóri upplýsti um byggingaráform Landeyjar. Einnig sat ÁÁÁ fundinn.

  2. Málsnúmer 2015080515.

    Fjársteymisyfirlit.

    Frestað til næsta fundar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?