Bæjarráð fundur nr. 15
Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,
föstudaginn 28. ágúst 2015 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2013020016/2015020015.
Endurskoðun siðareglur bæjarstjórnar.
Frestað til næsta fundar.
-
Málsnúmer 2015060204.
Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
Bréf EMR, dags. 25.06.2015 beiðni um styrk vegna náms. Baldur Pálsson fræðslustjóri, upplýsti um málið, bæjarráð samþykkir að styrkja viðkomandi í samræmi við reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 2015060205.
Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
Bréf JK, dags. 25.06.2015 beiðni um styrk vegna náms. Baldur Pálsson fræðslustjóri, upplýsti um málið, bæjarráð samþykkir að styrkja viðkomandi í samræmi við reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 2015070001.
Umsókn um styrk til náms í leikskólakennarafræðum.
Bréf HRT, dags. 25.06.2015 beiðni um styrk vegna náms. Baldur Pálsson fræðslustjóri, upplýsti um málið, bæjarráð samþykkir að styrkja viðkomandi í samræmi við reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 20150300028
Þjóðarsáttmáli um læsi.
Lagður fram samningur milli ríkisins og bæjarins um þjóðarsáttmála um læsi. Baldur Pálsson fræðslustjóri kynnti samninginn og áherslur skólans í dag. Bæjarráð samþykkir samninginn og lýsir ánægju sinni með þetta átak og felur fræðslustjóra að sjá um framkvæmdahlið samningsins.
-
Málsnúmer 2015080170.
Eignasjóður Seltjarnarnesbæjar.
Bréf stjórnar Félagsheimilis Seltjarnarness dags. 26.08.2015 og fundargerð stjórnar dags. 26.08.2015 lagt fram. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
-
Málsnúmer 2015080008.
Samtök skattgreiðenda.
Bréf Samtaka skattgreiðenda varðandi styrkveitingu bæjarráðs til sóknarnefndar dags. 10.08.2015. Fjármálastjóra falið að svara erindinu m.v. umræður á fundinum.
-
Málsnúmer 2015060060.
Minjastofnun Íslands.
Bréf Minjastofnunar Íslands dags. 29.06.2015 varðandi könnunarskurð í túni Móakots á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið í samstarfi við Minjastofnun Íslands.
-
Málsnúmer 2015060187.
Hjólastígar.
Bæjarstjóri kynnti tillögur af tvöföldun hjólastíga frá Norðurströnd að Suðurströnd.Lagt er til að farið verði í undirbúning á 1. áfanga Norðurströnd að Snoppu, bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið og kynna á næsta fundi kostnaðaráætlun.
-
Málsnúmer 2014040023.
Bæjarráð samþykkir viðurkenningar til FH og ADP, bæjarstjóra falið að afhenda viðurkenningar.
-
Málsnúmer 2015080330.
Hænsnahald á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóri upplýsti að ekki væru til reglur um hænsnahald á Seltjarnarnesi, lagt til að fela Umhverfisnefnd bæjarins að skoða málið. -
Málsnúmer 2015080516.
Sala á íbúð.
Tilboð í íbúð að Melabraut 28 lagt fram. Bæjarráð samþykkir tilboðið.
-
Málsnúmer 2015080517.
Sala á íbúð.
Tilboð í íbúð að Austurströnd 6 lagt fram. Bæjarráð samþykkir tilboðið.
-
Málsnúmer 2015030045.
Bygggarðar.
Bæjarstjóri upplýsti um byggingaráform Landeyjar. Einnig sat ÁÁÁ fundinn.
-
Málsnúmer 2015080515.
Fjársteymisyfirlit.
Frestað til næsta fundar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:30