Fara í efni

Bæjarráð

29. september 2015

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Þriðjudaginn 29. september 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2015080517.

    Félagslegt húsnæði.

    Félagsmálastjóri og fjármálastjóri lögðu fram minnisblað varðandi stöðu félagslegs húsnæðis á Seltjarnarnesi.

  2. Málsnúmer 2014120081.

    Dagforeldrar - niðurgreiðslur.

    Fræðslustjóri Baldur Pálsson ræddi niðurgreiðslur til hjóna/sambúðarfólks hjá dagforeldrum í dag. Lagt var til að hækka gjaldið afturvirkt m.v. 1. september og endurskoða aftur 1. janúar 2016. Fræðslustjóra falið að kynna málið fyrir foreldrum.

    Fræðslustjóri upplýsti einnig um samtal við dagforeldra á Nesinu, bæjarráð lýsir ánægju sinni með að gerður verði þjónustusamningur við dagforeldra á Seltjarnarnesi, fræðslustjóra falið að vinna áfram með málið. Samþykkt samhljóða.

  3. Málsnúmer 22015090228.

    Útsvar, innheimtuþóknun til ríkisins.

    Lagt fram bréf til Sambands ísl. Sveitarfélaga um að það beiti sér fyrir lækkun á innheimtuþóknun ríkisins vegna innheimtu útsvars. Samþykkt samhljóða.

  4. Málsnúmer 2015090227.

    Áskorun um lækkun tryggingargjalds 2016.

    Bæjarráð skorar á Alþingi að tryggingargjald 2016 verði lækkað verulega umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi áskorun.

  5. Málsnúmer 2015090229.

    Styrktartónleikar.

    Lagt fram bréf frá ÁÁ, dags. 27.09.2015 varðandi styrk. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000.-

  6. Málsnúmer 2015090180.

    Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2016.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2016. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram til fyrri umræðu 28. október 2015 og til afgreiðslu við síðari umræðu 11. nóvember 2015.

  7. Málsnúmer 2015090180.

    Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 31. ágúst 2015.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir fyrstu átta mánuðum ársins.

  8. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.

    Bæjarstjóri kynnti umræður hennar í fyrirspurnartíma Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  9. Starfsmat.

    Fjármálastjóri kynnti endurskoðað starfsmat á störfum starfsmanna bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 23.955.828.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 18:32

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?