Fara í efni

Bæjarráð

15. desember 2015

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Þriðjudaginn 15. desember og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Margrét Lind Ólafsdóttir aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 201512132.

  Bakvaktir í barnaverndarmálum.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, bæjarráð samþykkir drögin og felur félagsmálastjóra að undirrita samkomulagið um bakvaktir í barnaverndarmálum.

 2. Málsnúmer 2015110066.

  Bréf Reykjavík Lawyers varðandi málefni Strætó bs. um rammasamning vegna aksturs fyrir fatlað fólk.

  Lagt fram, bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu stjórnar Strætó bs.

 3. Málsnúmer 2014030048.

  Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015.

  Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr 5 og 6 vegna launahækkana nýgerðra kjarasamninga sem falla inn á fjárhagsárið 2015 og aukningar á útsvarstekjum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 16:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?