Fara í efni

Bæjarráð

21. janúar 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 21. janúar og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir liðum nr. 2 og 8 sat Snorri Aðalsteinsson.

Guðmundur Ari Sigurjónsson vék af fundi undir lið 4

Bjarni Torfi vék af fundi kl. 9:10

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2016010051.

  Urtagarður.

  Bréf stjórnar Urtagarðs dags. 11.01.2016 þar sem óskað er eftir tilnefningu bæjarstjórnar í stjórn Urtagarðsins.

  Bæjarráð samþykkir að Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar sitji áfram í stjórn garðsins.

 2. Málsnúmer 2016010050.

  Vistheimilið Bjarg.

  Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri fór yfir málefni heimilisins, fund sem hann átti með fulltrúum Hjálpræðishernum, Velferðarsviðs Reykjavíkur og Velferðarráðuneytinu.

  Minnisblað dags. 10.12.2015 lagt fram. Bæjarráð felur félagsmálastjóra að skoða málið áfram og taka saman næstu skref í þessu máli og kynna fyrir ráðinu fljótlega.

 3. Málsnúmer 2016010034.

  Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar.

  Lögð fram drög að samþykktum. Bæjarráð samþykkir reglurnar.

  Og felur félagsmálastjóra að boða til fundar eins og samþykktin gerir ráð fyrir.

 4. Málsnúmer 2015120023.

  Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá Íþróttafélagið Grótta.

  Erindi tekið fyrir, fjallað hefur verið um það hjá ÍTS og tekið jákvætt í erindið og því vísað til bæjarráðs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá styrk til starfsins m.v. umræður á fundinum.

 5. Málsnúmer 2015120047.

  Brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

  Lagt fram.

 6. Málsnúmer 2015120041.

  Skjalastjórn og skjalavarsla.

  Bréf Þjóðskjalasafn Íslands dags. 11.12.2015 varðandi ábendingu um skjalastjórn og skjalavörslu hjá sveitarfélögum. Lagt fram.

 7. Málsnúmer 2015090011.

  Neytendasamtökin.

  Bréf Neytendasamtakanna dags. 31.08.2015 ósk um styrk vegna ársins 2016.

  Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 50.000.-

 8. Málsnúmer 2015050234.

  Bréf SSH um tillögu stjórnar vegna samkomulags um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, dags. 12.01.15.

  Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu stjórnar SSH um að ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu starfi áfram á grundvelli samkomulags sveitarfélaganna frá því í maí 2014 sem felur í sér að Strætó bs. annist áfram þann hluta ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem lagt var upp með í þjónustulýsingu sem fylgdi samkomulaginu. Í ljósi fyrirliggjandi reynslu verða gerðar nauðsynlegar lagfæringar og breytingar á samkomulaginu, sameiginlegum reglum og þjónustulýsingu sem nánar er lýst í tillögunni.

 9. Málsnúmer 2015040037.

  Deiliskipulag Miðbæjar.

  Bæjarráð samþykkir að skipulags- og umferðarnefnd verði falin úrvinnsla tillagna úr hugmyndasamkeppni um nýtt deiliskipulag miðsvæðis. Þar sem um mjög stórt og mikilvægt mál er að ræða er mikilvægt að efnisleg umfjöllun um tillögurnar fari fram í skipulags- og umferðarnefnd sem og í bæjarstjórn.

  Jafnframt verði skipaður vinnuhópur sem fái það verkefni að undirbúa forsögn/skipulagslýsingu í samvinnu við bæjaryfirvöld og hagsmunaaðila.

  Í vinnuhópnum verði fimm manns, tveir skipulagsnefndarmenn, einn frá meirihluta og einn frá minnihluta, þrír bæjarfulltrúar tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Formaður hópsins verður fulltrúi meirihlutans í bæjarstjórn.

  Lagt er til að fá óháðan fagaðila til að vinna með hópnum sem ráðgjafi.

  Skipulagsfulltrúi verði ritari starfshópsins. Gerð verði vinnuáætlun í upphafi.

  Samhliða deiliskipulagsvinnu þarf að gera húsakönnun sem hjálpar til við að taka ákvarðanir og er skylt að gera skv. lögum. Hægt að byrja á henni strax .

  Jafnframt verði öðrum nefndum bæjarfélagsins kynntar tillögurnar. Að lokinni yfirferð nefnda, verði haldinn vinnufundur með bæjarstjórn og skipulags- og umferðarnefnd og e.t.v. fleirum úr vinnuhópnum.

  Haldinn verði íbúafundur með bæjarbúum áður en bæjarstjórn samþykkir endanlega skipulagslýsingu frá skipulags- og umferðanefnd þar sem hún verður kynnt og hægt verði að skoða athugasemdir íbúa á þeim fundi áður en skipulagslýsingunni verður vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

  Lagt er til að skipulags- og umferðarnefnd afgreiði endanlega skipulagslýsingu til bæjarstjórnar til samþykktar.

  Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 09:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?