Fara í efni

Bæjarráð

08. mars 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Þriðjudaginn 8. mars og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2016020127.

  Styrktarsjóður EBÍ 2016.

  Bréf EBÍ Brunabót dags. 22.02.2016 varðandi umsóknarferli í styrktarsjóð félagsins. Umsóknarfrestur rennur út í lok apríl. Bæjarstjóri sendir á sviðstjóra til upplýsinga.

  Lagt fram.

 2. Málsnúmer 2016020126.

  Bréf Nordjobb sumarstörf 2016, dags. 19.02.2016.

  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni að svo stöddu, þar sem bærinn rekur átaksverkefni í sumarstörfum fyrir ungmenni bæjarins.

 3. Málsnúmer 2015030045.

  Bygggarðar 5 og 7, verðmat.

  Bæjarstjóri kynnti tvö verðmöt sem gerð hafa verið af viðurkenndum fasteignasala varðandi húsnæði nr. 5 og 7 við Bygggarða. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

 4. Málsnúmer 2016030028.

  Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu að meðferð skjala skal lúta skilgreindum verklagsreglum allt frá móttöku til endanlegrar varðveislu eða eyðingar. Ákveðið að fela bæjarstjóra að skipa vinnuhóp meðal stjórnenda bæjarins til að leggja fram drög að Skjalastefnu Seltjarnarnesbæjar fyrir 31. maí nk.

 5. Málsnúmer 2016010189.

  Framkvæmdasjóður aldraðra.

  Bæjarstjóri upplýsti um umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra varðandi byggingu hjúkrunarheimilis og dagdvalar.

 6. Málsnúmer 2016020083.

  Innkaupareglur Seltjarnrnesbæjar.

  Lagðar fram endurskoðaðar innkaupareglur, bæjarráð samþykkir endurskoðun og felur bæjarstjóra að kynna þær fyrir sviðstjórum bæjarins og vísar til bæjarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 9:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?