Fara í efni

Bæjarráð

31. mars 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 31. mars og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri og undir lið nr. 2 Janus Guðlaugsson PhD.

Fyrir var tekið:

 1. Málefni heimilisins að Sæbraut 2..

  Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri fór yfir málið.

 2. Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum- Leið að farsælli öldrun.

  Janus Guðlaugsson PhD íþrótta- og heilsufræðingur mætti á fund bæjarráðs og kynntiverkefnið ,,Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum“. Bæjarráð þakkar Janusi fyrir greinargóða kynningu og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

 3. Málsnúmer 2016030098.

  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði.

  Lagt fram.

 4. Málsnúmer 2016030092.

  Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

  Bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis f. gististað í flokki I, Valhúsabraut 35.

  Bæjarráð samþykkir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki I.

 5. Málsnúmer 2016030094.

  Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH, fyrir árið 2015.

  Lagður fram.

 6. Málsnúmer 2015090165.

  Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015.

  Bréf innanríkisráðuneytisins dags. 8.3.2016 um úthlutanir og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2015.

  Lagt fram.

 7. Málsnúmer 2015090007.

  Ársreikningur Sorpu fyrir árið 2015.

  Lagður fram.

 8. Málsnúmer 2016030041.

  Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi átak í viðhaldi og endurnýtjun gatnakerfisins, dags. 8.3.2016.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðild að samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis, enda verði aðild að verkefninu samþykkt af öllum hlutaðeigandi sveitarfélgöum.

 9. Málsnúmer 2016030040.

  Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborbarsvæðinu varðandi samstarfsamning um verkefnið Fluglestin, dags. 8.3.2016.

  Lagt fram til kynningar.

 10. Málsnúmer 2016030007.

  Þjónustumiðstöð.

  Bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að vinnuhóp til að skoða núverandi starfsemi og aðstöðu þjónustumiðstöðvar og framtíðarþörf sveitarfélagsins.

  Tillaga bæjarstjóra: Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Magnús Örn Guðmundsson, Árni Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.

  Starfsmenn: Gísli Hermannsson og Gunnar Lúðvíksson.

  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra samhljóða.

  Fleira ekki tekið fyrir.

  Fundi slitið kl. 9:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?