Fara í efni

Bæjarráð

26. maí 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 26. maí og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 1 sátu fundinn Snorri Aðalsteinsson sviðstjóri og Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir formaður Jafnréttisnefndar.

Undir lið 3 sátu fundinn Oliver Luckett, Scott Guinn, Högni Óskarsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson

Undir lið 5 sat fundinn Magnús Örn Guðmundsson formaður Íþrótta- og tómstundaráðs.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2013010046.

  Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar - endurskoðun.

  Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri og Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir formaður Jafnréttisnefndar mættu á fund bæjarráðs. Bæjarráð vísar aftur til nefndarinnar með á orðnum breytingum sem fram komu á fundinum.

 2. Málsnúmer 2015060187.
  Hjólreiðastígur við Norðurströnd Rvík-Gróttu.
  Verðkönnun í framkvæmdir við gerð hjólastígs meðfram Norðurströnd að Gróttu, þrjú tilboð bárust.
  Jarðval sf. kr. 70.000.-, Loftorka ehf. Kr. 65.986.000.- og PK verk ehf. Kr. 67.999.000.-.
  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar tilboðsins og innkaupastefnu bæjarins. Bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.
  Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 65.986.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

 3. Málsnúmer 2016050181.

  OL, SG, HÓ, HKH, GKJ og PM mættu á fund bæjarráðs til að ræða ýmsar hugmyndir og samstarfsmöguleika varðandi húsnæði Lækningaminjasfns. Fjármálastjóra falið að skoða málið áfram miðað við umræður á fundinum.

 4. Kjarasamningar.

  Fjármálastjóri kynnti breytingar sem hafa orðið á kjarasamningum frá gerð fjárhagsáætlunar.

  Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 13.423.861.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkti einnig tekjuauka að upphæð kr. 14.000.000,- vegna aukningar á útsvarstekjum. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2016.

 5. Málsnúmer 2012090020.

  Umsókn Gróttu um rekstur á íþróttamannvirkjum bæjarins.

  Bæjarráð ræddi bókun ÍTS á fundi nefndarinnar 4. mars sl.

  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið og útbúa drög að samningi og felur honum jafnframt að skoða starfsmannamál í íþróttamannvirkjum bæjarins.

 6. Málsnúmer 2016030028.

  Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar.

  Fjármálastjóri upplýsti um stöðuna á verkefninu.

Fundi var slitið kl.: 10:03

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?