Fara í efni

Bæjarráð

25. ágúst 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 25. ágúst og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 1 sat Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi. Margrét Lind Ólafsdóttir boðaði forföll.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2014060035.

    Árni Geirsson frá Alta kynnti stöðu aðalskipulagsins og næstu skref.

    Bæjarráð þakkar fyrir góða yfirferð yfir skipulagið.

  2. Málsnúmer 2016070031.

    Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Gróttu.

    Fjármálastjóri upplýsti um viðræður milli aðila. Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi.

    Bæjarráð samþykkir yfirtöku Íþróttafélagsins á rekstri íþróttamannvirkja bæjarins eins og fram kemur í samningnum til tveggja ára og felur fjármálastjóra að ganga til uppgjörs við íþróttafélagið.

  3. Málsnúmer 2015050241.

    Bréf KRST lögmanna dags. 13.07.2016 varðandi framkvæmdir við Hrólfsskálamel 1-5. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, erindinu vísað til lögmanns bæjarins.

  4. Málsnúmer 2016030088.
    Bollagarðar 73-75.
    Bæjarráð samþykkir yfirlýsingu um breytta lóðarstærð og skilmála sbr. lóðarblað og nýtt deiliskipulag sem lagt var fyrir og samþykkt af skipulags- og umferðarnefnd á fundi nefndarinnar 23.08.2016 og vísað til auglýsingar.
    Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

  5. Málsnúmer 2016040138.

    Miðbraut 34.

    Lögð fram umsögn GÓ, Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunni ehf. varðandi breytingu á þaki Miðbrautar 34, lögð fram.

    Bæjarráð sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

  6. Málsnúmer 2016080306.

    Styrktarsjóður.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Minningarsjóð Bergs Snæs að fjárhæð kr. 100.000.- en sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við ungt fólk sem hefur lent í áföllum/ofbeldi hvers konar.

  7. Málsnúmer 2015030045.

    Bygggarðar 7.

    Bæjarstjóri upplýsti um málið, bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við ríkið m.v. þær forsendur sem liggja frá ríkinu.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl. 10:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?