Fara í efni

Bæjarráð

13. október 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fimmtudaginn 13. október og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Árni Einarsson boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.

Félagsmálastjóri Snorri Aðalsteinsson sat undir lið nr. 2.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2016020008.

    Drög að reglum fyrir Hvatningarsjóð fyrir unga listamenn.

    Lagt fram og frestað til næsta fundar.

  2. Málsnúmer 2016090001.

    Samningur um málefni fatlaðra.

    Bæjarstjóri og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir málinu og málið rætt. Bæjarstjóra falið að senda bréf á Velferðarráðuneytið m.v. umræður á fundinum. Auglýst verður eftir starfsfólki á næstu dögum. Stefnt er að því að taka við málaflokknum 1. janúar 2017. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  3. Málsnúmer 2016090146.

    Félag atvinnurekenda.

    Bréf Félag atvinnurekenda dags. 22.09.2016 varðandi þróun fasteignamats atvinnuhúsnæðis og álagningu fasteignaskatta lagt fram.

  4. Málsnúmer 2016090152.

    Skógarmenn KFUM, Vatnaskógi.

    Bréf Skógarmanna KFUM dags. 23.09.2016 varðandi styrk vegna bygginga Birkiskála II, bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 08:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?