Fara í efni

Bæjarráð

20. september 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Þriðjudaginn 20. september og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður. Árni Einarsson boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2016090055.

    Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Bréf SSH dags. 7.9.2016 varðandi samstarfssamning SSH um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Bæjarráð samþykkir nýjan samstarfssamning 1.1.2017-31.12.2021.

  2. Málsnúmer 2016090001.

    Sæbraut 2

    Bæjarstjóri og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir málinu og málið rætt.

  3. Málsnúmer 2016040138.

    Miðbraut 34.

    Lögð fram umsögn um kæru á byggingarleyfi frá Ívari Pálssyni lögmanni Landslaga við fyrirspurn Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

  4. Málsnúmer 2016060162.

    Frístund.

    Bæjarstjóri og fræðslustjóri gerðu grein fyrir málinu og málið rætt.

  5. Málsnúmer 201609126.

    Menningarhátíð Listahátíðar kirkjunnar.

    Bæjarstjóri lagði fram dagskrá og kostnaðaráætlun hátíðarinnar. Bæjarráð samþykkir að styrkja hátíðina um kr. 500.000.-.

  6. Málsnúmer 2016030042.

    Úthlutunarlíka fyrir skólaárið 2016-2017.

    Fræðslustjóri gerði grein fyrir forsendum úthlutunar fyrir skólaárið 2016-2017. Bæjarráð samþykkir að úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2016-2017.

  7. Málsnúmer 2016090019.

    Umsókn um stuðning í sérkennslu við Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2016-2017.

    Fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir kostnaðarauka að fjárhæð kr. 1.269.560.- á mánuði með launatengdum gjöldum.

  8. Málsnúmer 2016090114.

    Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkur prófastdæma fyrir árið 2015.

    Lögð fram.

  9. Málsnúmer 2016080303.

    Árshlutauppgjör Sorpu bs 1. janúar til 30. júní 2016.

    Lögð fram.

  10. Málsnúmer 2016030084 .

    Hjúkrunarheimili.

    Fjármálastjóri gerði grein fyrir eftirtöldum tilboðum er bárust:
    1. LNS Saga efh. kr. 1.465.307.033.-
    2. Íslenskir aðalverktakar hf kr. 1.567.095.392.-
    3. JÁ VERK ehf. kr. 1.489.714.000.-
    4. Eykt ehf. kr. 1.868.894.844.-
    5. Hagtak hf. kr. 1.647.250.000.-
    6. Ístak hf. kr. 1.588.999.957.-
    Kostnaðaráætlun hönnuða gerði ráð fyrir kr. 1.467.736.199.-.
    Fjármálastjóri upplýsti að tilboðin uppfylla innkaupareglur bæjarins. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 76. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings.

  11. Málsnúmer 2016090180.

    Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2017 – drög að forsendum og tíma- og vinnuferli.

    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri gerði grein fyrir drögum að forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og lagði fram yfirlit yfir tíma- og vinnuferli.

  12. Fjárstreymisyfirlit 1. janúar til 31. júlí 2016.

    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri fór yfir fyrstu sjö mánuði ársins.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl.17:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?