Fara í efni

Bæjarstjórn

14. desember 2016

Miðvikudaginn 14. desember 2016 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 41. fundar Bæjarráðs.

    Bæjarstjórn staðfestir sérstaklega lið 1. Málsnúmer 2016050162

    Tillaga Capacent samþykkt. Bæjarstjóra falið gera viðeignadi breytingar á skipuriti bæjarins og erindisbréfum frá 1. janúar 2017 en þá taki breytingin gildi ásamt nýjum starfslýsingum.

    Fundargerðin sem er 15. tl. er samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku: ÁE

  2. Fundargerð 50. fundar Skipulags- og umferðarnefndar, ásamt athugasemdum um deiliskipulag Valhúsahæðar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál.nr. 2014110033

    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.

    Lýsing: Drög að svörum við athugasemdum úr grenndarkynningu lögð fram.

    Afgreiðsla: Drög að svörum samþykkt. Sent til bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Lagðar voru fram athugasemdir á breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.
    Til máls tóku: GAS, BTÁ

  3. Fundargerð 279. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 395. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, MLÓ, MÖG, SEJ,Fundargerð 133. fundar Menningarnefndar.

  5. Fundargerðin lögð fram og frestað til næsta fundar.

  6. Fundargerð 408. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: BTÁ, ÁE

  7. Fundargerð 270. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 28. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 255. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 158. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  11. Fundargerð 368. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  12. Fundargerð 844. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  13. a) Lögð var fram ályktun um kjaramál aldraðra á Seltjarnarnesi.

    b) Lögð var fram umsagnarbeiðni v/áfengisveitingaleyfis í Íþróttahúsi Seltjarnarness
    þann 01/01/2017. Bæjarstjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.

    c) Beðið er um umsögn sveitarstjórnar um leyfi fyrir brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi þann 31/12/2016.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness gegir ekki athugasemdir við útgáfu leyfinu.
    Samþykkt samhljóða.

    d) Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2017.
    Bæjarstjórnarfundir á árinu 2017 verða á eftirtöldum dögum: 18. janúar, 8. og 22. febrúar, 8. og 22. mars, 5. og 19. apríl, 10. og 24. maí, 14. og 28. júní, 12. júlí, 23. ágúst, 13. og 27. september, 11. og 25. október, 8. og 22. nóvember og 13. desember.

Fundi var slitið kl.: 17:12

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?