Fara í efni

Bæjarstjórn

590. fundur 24. mars 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.           Lögð var fram fundargerð 342. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. mars 2004 og var hún 12 liðum.

Til máls tók:  Jónmundur Guðmarsson.

2 liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 138. (33.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. mars 2004 sem var vinnufundur vegna grunnskóla.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 280. (19.) Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 9. mars 2004 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 297. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. mars 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis og vímuvarnir, dagsett 19. febrúar 2004.

Til máls tóku: Ingimar Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.

Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af þróun mála.  Margt hefur áunnist í gegnum tíðina í vímuvörnum ungmenna og brýnt að allir aðilar haldi vöku sinni og bregðist skjótt við ef hallar undan fæti.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 236. fundar stjórnar skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins, dagsett 25. febrúar 2004 og var hún í 11 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 2. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, dagsett 5. mars 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 265. fundar stjórnar SSH, dagsett 8. mars 2004 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 201. fundar stjórnar SORPU, dagsett 4. mars 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 711. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. febrúar 2004 og var hún í 38 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Erindi og tillögur:

a)     Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 15. mars 2004 varðandi alþjóðlega samkeppni í umhverfismálum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.

b)    Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. febrúar 2004 varðandi fyrirhugaða ráðstefnu um Staðardagskrá 21, dagana 26. og 27. mars nk.

c)     Lagt var fram bréf félagsmálaráðherra dagsett 9. mars 2004 varðandi fyrirhugaða ráðstefnu um málefni fatlaðra þann 26. mars nk.,  ásamt dagskrá ráðstefnunnar.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

 

Fundi var slitið kl. 17:35  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?