Fara í efni

Bæjarstjórn

22. febrúar 2017

Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 45. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 11 tl. eru staðfestar samhljóða.

  Bæjarstjórn samþykkir lið 1. samhljóða og staðfestir einnig fundargerðina.

  Til máls tóku: ÁE, BTÁ

 2. Fundargerð 57. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Eftirfarandi málsrúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 57 voru borin upp til staðfestingar:
  1.  Mál.nr. 2016040139
  Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
  Málsaðili: Verkstjórn ehf.
  Lýsing: Drög að svörum við athugasemdum lögð fram.
  Afgreiðsla: Svör samþykkt og send til bæjarstjórnar til staðfestingar.
  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaga nr. 123 frá 2010
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

  2.  Mál.nr.
  2016030088
  Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
  Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
  Lýsing: Drög að svörum við athugasemdum ásamt áliti umferðarsérfræðings lögð fram.
  Afgreiðsla: Svör samþykkt og send til bæjarstjórnar til staðfestingar. Ragnhildur Ingólfsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðanefndar, samkvæmt 43.gr Skipulagslaganr. 123 frá 2010
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
  Bæjarstjórn samþykkir lið 1. samhljóða og staðfestir einnig fundargerðina.
  Til máls tóku: ÁE, BTÁ

 3. Fundargerð 280. fundar Skólanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Bæjarstjórn samþykkir lið 8. samhljóða og staðfestir einnig fundargerðina.

  Bæjarstjórn óskar starfsfólki Grunnskóla Seltjarnarness til hamingju með frábæran árangur í síðustu PISA könnun.
  Til máls tóku: SEJ, ÁE, GAS, ÁH

 4. Fundargerð 397. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Bæjarstjórn samþykkir lið 14. samhljóða og staðfestir einnig fundargerðina.
  Til máls tóku: MÖG, ÁE

 5. Fundargerð 274. fundar Umhverfisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 32. fundar Jafnréttisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 7. Fundargerð 410. fundar Fjölskyldunefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: ÁE, ÁH

 8. Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

  Fundargerðin lögð fram.

 9. Fundargerðir 73. og 74. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Til máls tóku: ÁE, BTÁ

 10. 259. fundur stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 11. a) Bréf frá UMSK, dags. 29. janúar 2017 varðandi stækkun og eflingu fimleikaaðstöðu Gróttu lagt fram.

  b) Drög að áfengisfrumvarpi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins lagt fram.

  Til máls tóku: ÁE, MÖG,

  Árni Einarsson lagði fram eftirfarandi ályktun:
  Bæjarstjórn Seltjarnarness hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi.um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar.
  Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins og benda á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er andvígur frumvarpinu. Þessar ábendingar verður að taka alvarlega.
  Íslendingar hafa tekið forvarnir gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna föstum tökum og náð þar undraverðum árangri. Bæjarstjórn Seltjarnarness leggur mikla áherslu á forvarnastarf og setur í forgang að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Það er gleðilegt að sjá það meðal annars skila sér í því að ávana- og vímuefnaneysla barna og ungmenna á Seltjarnarnesi er með því allra minnsta sem þekkist hér á landi. Það er mikilvægt að við glutrum ekki niður þessum góða árangri. Við eigum að láta hagsmuni og velferð barna og ungmenna njóta forgangs í allri stefnumörkun. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði.

  Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Magnúsar Arnar Guðmundssonar
  Undirritaður styður frumvarp um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis sem lagt hefur verið fram af þingmönnum fjögurra flokka - og hvetur alþingismenn til að samþykkja það.
  Með lagafrumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er í ljósi markmiðs þess að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ströngum skilyrðum, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu. Það er ekki hlutverk ríkisins að sinna smásölu heldur setja reglur um hana og hafa eftirlit með ef nauðsyn þykir. Hlutverk einkaaðila er að selja vörur og þjónustu í samræmi við þær reglur sem stjórnvöld hafa sett. Þetta hefur gefið ágæta raun, til að mynda við sölu tóbaks, eiturefna og skotvopna.
  Sveitastjórnir munu skv. frumvarpinu fara með leyfisveitingu til einstaklinga og lögaðila vegna smásöluverslunar með áfengi, líkt og nú er. Þannig hefði Seltjarnarnesbær öll spil í hendi sér varðandi útbreiðslu sölustaða, opnunartíma, aðgengi, merkingar ofl.
  Þess má geta að áfengisverslunum ríkisins hefur fjölgað úr 39 árið 2001 í 53 árið 2016, eða um 36%. Hlutverk Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um takmarkað áfengi er því á hröðu undanhaldi hjá stjórnendum fyrirtækisins. Á sama tíma hefur áfengisneysla ólögráða einstaklinga minnkað mikið. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er nær alltaf staðsett í eða við matvöruverslanir í dag þannig að breytingin felst fyrst og fremst í að færa sölu til einkaaðila, en ekki í aðgengi og sýnileika.
  Áfengisauglýsingar eru daglega fyrir allra augum í íslenskum fjölmiðlum, með skondnum fyrirvörum um innihald áfengismagns léttöls. Áfengisauglýsingar eru auk þess ekki bannaðar í erlendum fjölmiðlum sem er dreift hér á landi.
  Stærstur hluti tekna ríkissjóðs af áfengissölu er áfengisgjald. Með frumvarpinu verður aukið fjármagn sett í forvarnir og fræðslu en gert er ráð fyrir að framlög í lýðheilsusjóð fimmfaldist, fari úr 1% af áfengisgjaldinu í 5%. Því ber að fagna. Þannig felur frumvarpið ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði. Um þetta er töluverður misskilningur. Breytingin felst aðallega í því að aðrir en ríkið annist smásölu áfengis.
  Magnús Örn Guðmundsson
  (sign)
  Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum og GAS sat hjá og MÖG var á móti .

Fundi var slitið kl.: 17:33

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?