Fara í efni

Bæjarstjórn

08. mars 2017

Miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 58. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsrúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 58 voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr.
    2016110017

    Heiti máls: Borgarlína, verkefnislýsingar vegna skipulagsbreytinga til afgreiðslu.

    Málsaðili: Svæðisskipulagsnefnd SSH.

    Lýsing: Verkefnislýsingar vegna skipulagsbreytinga lagðar fram fyrir:
    a, Verklýsing fyrir breytingu svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins vegna Borgarlínu.
    b. Verklýsing fyrir breytingu Aðalskipulags sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu vegna Borgarlínu

    Afgreiðsla: Kynnt. Nefndin samþykkir erindið og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. febrúar 2017 um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu
    - Borgarlínu - ásamt fylgiskjölum –

    „Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir samhljóða að afgreiða verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2.mgr. 6.gr. laga um umhverfismat áætlana.“ „Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness til samræmis við svæðisskipulagið til kynningar og umsagnar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

  2. Fundargerð 135. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 160. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 260. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, SEJ, ÁE. BTÁ

  6. Fundargerð 371. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. a) Lögð var fram umsagnarbeiðni v/áfengisveitingaleyfis í Íþróttahúsi Seltjarnarness þann 29/04/2017. Bæjarstjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.

Fundi var slitið kl.: 17:17

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?