Fara í efni

Bæjarstjórn

28. júní 2017

Miðvikudaginn 28. júní 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ásgerður Halldórsdóttir ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 52. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 10. tl. eru staðfestar samhljóða.

    Til máls tóku: MÖG,ÁH,GAS,ÁE,SEJ,MLÓ.

  2. Fundargerð 414. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:ÁE,GAS.MLÓ,KPJ,ÁH.

  3. Fundargerð 400. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerðir 278. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 124. fundar Veitustofnana.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 360. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 267. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 376. fundar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:

  9. a) Ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups.

    Fyrirliggjandi tillaga tekin fyrir. Tillagan samþykkt samhljóða. Samkvæmt henni munu laun bæjar- og nefndarfulltrúa á Seltjarnarnesi ekki lengur taka mið af þingfararkaupi og þess vegna ekki taka breytingum í samræmi við hækkun Kjararáðs frá 29. október 2016 heldur fylgja launavísitölu frá og með 1. júlí 2017 og taka breytingum tvisvar á ári í samræmi við hana.

    Bókun Magnúsar Örns Guðmundssonar lögð fram:

    Bæjarstjórn samþykkir að öll laun fyrir setu í nefndum verði birt á heimasíðu bæjarins, þ.m.t. byggðasamlögum. Jafnframt verði sundurliðuð laun bæjarstjóra, birt á sama stað.

    Magnús Örn Guðmundsson.

    Bæjarstjórn samþykkir birtingu ofangreindra upplýsinga.

    Til máls tóku: MÖG, ÁE, ÁH,KPJ, GAS.

    b) Sumarfrí bæjarstjórnarmanna. Bæjarstjóri leggur til að gefið verði frí í júlí fyrir sumarfrí bæjarfulltrúa. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra.

    Til máls tóku: ÁH, SEJ

    c) Landssöfnun ,,Vinátta í verki“. Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að leggja 150 þúsund krónur í landssöfnunina Vinátta í verki vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi.

    Tils máls tóku: ÁE

Fundi var slitið kl.: 17:48

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?