Fara í efni

Bæjarstjórn

584. fundur 26. nóvember 2003

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.           Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 ásamt greinargerð bæjarstjóra.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, lagði fram greinargerð ásamt fylgiskjölum. Þar komu fram leiðréttingar sem gerðar hafa verið vegna vinnslu á fjárhagsáætluninni sem áhrif hafa á niðurstöður hennar frá fyrri umræðu. Rekstrarhagnaður A-hluta bæjarsjóðs lækkar um kr. 1.894.000.-  Einnig voru lagðar fram fjárhagsáætlanir B-hluta fyrirtækja Seltjarnarnesbæjar. Rekstrarhalli B-hluta fyrirtækja hækkar um kr. 5.948.357.-

Bæjarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi breytingatillögum meirihluta bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun 2004.

Hækkun gjalda:

09-240-4320 Kynning vegna skipulagsmála      kr. 1.000.000.-

08-110-9610 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis    kr. 1.400.000.-

04-211-1410 Mýró forfallakennsla                     kr. 2.500.000.-

04-212-1410 Való forfallakennsla                      kr. 1.500.000.-

04-111-2110 Matur Mánabrekku                        kr.    800.000.-

04-112-2110 Matur Sólbrekku                            kr.    800.000.-

06-310-1960 Kaffistofa Selið                             kr.      48.000.-

21-720-9610 Strætó sbr. fjáhagsáætlun               kr.    253.000.-

                                        Samtals                     Kr. 8.301.000.-

Hækkun tekna:

43-010-0214 Vatnsskattur stórnotenda skv.mæli  kr. 1.000.000.-

04-111-0250 Hækkun matargjalds leikskólum     kr.    800.000.-

04-112-0250 Hækkun matargjalds leikskólum     kr.   800.000.-

                                        Samtals                      Kr. 2.600.000.-

 Gjöld umfram tekjur                                          Kr. 5.701.000.-

Öll hækkun á gjaldaliðum umfram tekjur verða tekin af sparkvellir/gervigras í ráðstöfun eignabreytinga.

 

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun 2004:

1.) Liður 04 010 4992.

Skólanefnd v. gæðamats, skólaþróunar og annarra brýnna verkefna eða í núverandi áætlun v. sameiningar skóla.

Hækki um 1 milljón, verði 3 milljónir í stað 2 milljónir.

Greinargerð:

Á fjárhagsáætlun þessa árs virðist eingöngu gert ráð fyrir kostnaði vegna stjórnunarráðgjafa sem ráðinn hefur verið vegna sameiningar Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Í metnaðarfullu skólastarfi verður að vera hvati til nýjunga og skólaþróunar.

Útgjaldaaukning 1 milljón.

2.) Liður 04 020 4991.

Skólaskrifstofa v. skólaþróunar og nýbreytnistarfa hækki um 200 þúsund, verði 450 þúsund í stað 250 þúsund.

Greinargerð:

Þessi liður hefur verið vel notaður og ekki fagleg rök til að hann verði lækkaður eins og lagt er til.

Útgjaldaaukning 200 þúsund.

3.) Liður 31 102 4964.

Valhúsaskóli endurnýjun á stofum og húsgögnum.

Verði hækkaður um 3 milljónir, verði 6 milljónir í stað 3 milljónir.

Greinargerð:

Endurnýjun á húsgögnum skólans hefur gengið hægar en til stóð. Neslistinn flutti tillögu á síðasta ári um að hækka þennan lið. Það var samþykkt en síðan var þessi fjárhæð notuð til framkvæmda í anddyri skólans.

Útgjaldaaukning 3 milljónir.

4.) Mýrarhúsaskóli.

Viðhald og mötuneyti verði hækkaður um 5 milljónir, var 23 milljónir verði 28 milljónir.

Útgjaldaaukning 5 milljónir.

5.) Staðardagskrá 21.

Nýr liður.   500 þúsund sem verður opinn öllum sviðum bæjarfélagsins ef áhugi er á að taka frumkvæði varðandi öll þau góðu mál sem eru í Staðardagskrá 21.

Greinargerð:

Staðardagskrá 21 sem samþykkt var fyrir nokkrum árum er merkileg yfirlýsing. Sjóður þessi gæti virkað sem hvati til skóla, leikskóla, tónlistarskóla, tæknisviðs, umhverfissviðs o.s.frv. til að taka frumkvæði í einhverju tilteknu máli. Samþykkt þessa er jákvæð yfirlýsing bæjarstjórnar varðandi verkefnið.

Útgjaldaaukning 500 þúsund.

6.) Kaupstaðarréttindi Seltjarnarness 30 ára, 1974-2004.

Nýr liður.  300 þúsund sérstök fjárveiting Selsins vegna afmælis Seltjarnarnesbæjar.

Útgjaldaaukning 300 þúsund.

 

Samtals nemur útgjaldaaukning vegna þessara tillagna 10 milljónum.

 

Fulltrúar Neslistans leggja til að mæta þessum útgjöldum verði frestað eftirfarandi framkvæmdum:

Liður 10 311 4998 Snoppa    4 milljónir.

Liður 11 400 4983 Aðkoman að bænum  3 milljónir.

Endurgerð verstöðvar við Bakkavör  2 milljónir.

Samtals eru þetta 9 milljónir.

Að okkar mati eru þetta ekki eins brýn verkefni og þau sem við leggjum til.

Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Árni Einarsson

            (sign)                              (sign)                                 (sign)

 

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Breytingatillögur Sjálfstæðismanna voru samþykktar með 4 atkvæðum en fulltrúar Neslistans sátu hjá.

Breytingatillögur Neslistans voru bornar undir atkvæði, hver liður fyrir sig.

1. liður samþykktur samhljóða.

2. liður samþykktur samhljóða.

3. og 4. liður felldir með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

5. liður samþykktur samhljóða.

6. liður samþykktur samhljóða og lækkun verði á liðnum “aðrir styrkir”21-810-9950 á móti.

Samþykkt að mæta þessum útgjöldum sem eru 1.700 þúsund með lækkun á ráðstöfun eignabreytinga, “endurgerð verstöðvar við Bygggarða” sem þá verður kr. 1.300.000.-.

 

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 með ofanskráðum breytingum var samþykkt með 4 atkvæðum en fulltrúar Neslistans sátu hjá.

Niðurstöður áætlunarinnar eru því:

Tekjur kr. 1.308.000.000

Gjöld A-hluta bæjarsjóðs og stofnana kr. 1.154.113.069.-

Hagnaður af rekstri kr. 153.886.931.- sem er 88.23%

Rekstrarhalli B-hluta fyrirtækja bæjarsjóðs kr. 56.348.357.-

Til eignabreytinga og afborgana lána eftir rekstur, afskrifta og reiknaðra verðbóta kr. 195.302.597.-

 

Fulltrúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2004 og leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar NESLISTANS sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2004. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af fjármálastjórn bæjarfélagsins, en kostnaður við rekstur bæjarfélagsins er mjög hár samanborið við önnur sveitarfélög og má heita “í járnum” og hefur svo verið undanfarin ár.  Í þessu sambandi skal sérstaklega bent á kostnað við yfirstjórn bæjarfélagsins, sem er miklu hærri en í nágrannasveitarfélögunum. Í ljósi þeirrar ákvörðunar sem meirihlutinn hefur tekið vegna sameiningar skólanna er ljóst að kostnaður vegna yfirstjórnar mun ekki lækka á næstu tveimur árum. Reksturinn heimtar um og yfir 90% af öllum tekjum bæjarins. Ljóst er að lítið sem ekkert svigrúm er til fjárfestinga, enda hafa brýn verkefni setið á hakanum árum saman og er meirihlutanum til lítils sóma.

Gjaldaliðir eru mjög óvissir og sem dæmi má nefna samninga sem gerðir hafa verið við ráðgjafarfyrirtæki vegna skipulagsmála. Fulltrúar NESLISTANS hafa bent á að þeir samningar eru galopnir og ekki fyrirséð hvar kostnaður vegna þeirra endar. Þjónustugjöld eru að hækka og í stað þess að nýta eðlilega tekjustofna s.s. vegna fráveitu kýs meirihluti sjálfstæðismanna að hækka álögur á barnafólk.

Áætlanir vegna ýmissa verkefna, sem dæmi hér má nefna anddyrið í Valhúsaskóla, eru illa unnar og hefur kostnaður vegna slíkra framkvæmda farið úr böndum. Stórlega skortir á að áætlanir séu gerðar á faglegan hátt og bendir hver á annan þegar spurt er hvar ábyrgðin liggur. Það er algjörlega óásættanlegt að verkefni fari 80-100% fram úr áætlun, eins og dæmin sýna. Skilgreina ber enn betur mörkin milli endurbóta og viðhalds, en með því að færa viðhald sem endurbætur má hafa áhrif á þá kennitölu sem sýnir rekstrargjöld sem hlutfall af skatttekjum og eru notuð við skilgreiningu á rekstri sveitarfélaga. Þar sem það hlutfall er mjög hátt í fjárhagsáætlun 2004 ca 89% er þetta ein leið til þess að lækka hana eða halda henni innan við 90-95% til að sýna betri niðurstöðu.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Sunneva Hafsteinsdóttir  Árni Einarsson

            (sign)                                        (sign)                      (sign)

 

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta sjálfstæðismanna:

“Skatttekjur vaxa þrátt fyrir ítrekaðar hrakspár minnihlutans. Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2003 stenst á tekjuhlið og gott betur. Tekjur næsta árs eru varlega áætlaðar ef mið er tekið af reynslunni og ráðleggingum hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Gjaldahlið fylgir verðlagsbreytingum en áætlaðar tekjur vaxa um 2% umfram verðlag svo hagstætt rekstrarhlutfall aðalsjóðs, sem áætlað er um 89%, kemur til með að styrkjast enn frekar á komandi árum sem og veltufjárhlutfall bæjarsjóðs.

Peningaleg staða Seltjarnarnesbæjar er sterk og með því besta sem gerist á  meðal sveitarfélaga. Áætlað veltufé frá rekstri nemur tæpum 200 mkr. sem nýtist til nýframkvæmda, fjárfestinga og niðurgreiðslu langtímaskulda. Skuldir bæjarins eru með allra minnsta móti miðað við önnur sveitarfélög og sé miðað við veltufé frá rekstri getur Seltjarnarnesbær greitt upp allar sínar skuldir á 3 árum sé miðað við óbreytta afkomu bæjarsjóðs. Til samanburðar mætti t.d. nefna að það tæki Reykjavíkurborg um 7 ár, Kópavogsbæ um 8 ár og Hafnarfjarðabæ um 46 ár að gera slíkt hið sama þegar mið er tekið af ársreikningum 2002. Á sama tíma er ljóst að fjárveitingar til málaflokka og þjónusta við bæjarbúa er fyllilega samkeppnisfær og öflug um leið og skattlagningu og gjaldtöku er stillt mjög í hóf.

Þá er umtalsverðum fjármunum varið til endurbóta og viðhalds eða um 2.2% - 3.9% af bókfærðu virði fasteigna svo ljóst er að ekki er verið að ganga á eignir bæjarins á því sviði, heldur þvert á móti.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks er því stoltur af fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og lítur framtíð bæjarins björtum augum.”

Jónmundur Guðmarsson             Ásgerður Halldórsdóttir

            (sign)                                        (sign)

Inga Hersteinsdóttir                     Sigrún Edda Jónsdóttir

            (sign)                                        (sign)

 

2.           Lögð var fram fundargerð 30. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 20. nóvember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 276. (15.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 11. nóvember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 293. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 20. nóvember 2003 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 31. fundar stjórnar Strætó bs. dagsett 14. nóvember 2003 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 261. fundar stjórnar SSH, dagsett 10. nóvember 2003 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson

Bæjarstjórn tilnefnir Lúðvík Hjalta Jónsson sem tengilið við framkvæmdastjóra SSH  samkvæmt 3. lið fundargerðarinnar.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 35. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett  17. október 2003 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 197. fundar stjórnar SORPU, dagsett  6. nóvember 2003 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 8. fundar ársins 2003 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett  11. nóvember 2003 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar Þroskaþjálfafélags Íslands og Launanefndar sveitarfélaga, dagsett  29. október 2003 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 13. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga dagsett  3. nóvember 2003 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Erindi:

a.)                    Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytis dagsett 31. október 2003 varðandi reglur um niðurfellingu eða afslátt af fasteignasköttum, ásamt leiðbeiningum og skýrslu.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir.

Málinu vísað til framkvæmdastjóra félagsmálasviðs og honum falið að yfirfara og endurskoða verkferla með hliðsjón af skýrslu Félagsmálaráðuneytisins.

 

b.)                   Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns Íslands um Nesstofu ásamt fylgiskjölum, dagsettur 19. nóvember 2003 og var hann í 5 greinum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

c.)                   Lögð var fram ný umsókn frá Neslind ehf um leyfi til áfengisveitinga á Rauða Ljóninu, dagsett 19. nóvember 2003 þar sem stjórnandi verður Svava Sæberg.

Einnig var lögð fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna veitingaleyfis fyrir Neslind ehf.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

 

Varðandi umsagnarbeiðni til lögreglustjórans í Reykjavík þá gerir bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ekki athugasemd við fyrirhugað veitingaleyfi  til handa Neslind ehf í húsnæði að Eiðistorgi 13-15 Seltjarnarnesi.

Á grundvelli áfengislaga nr. 75/1998 og að veitingaleyfi og önnur gögn hafi borist og uppfyllt skilyrði laganna, samþykkir bæjarstjórn almennt leyfi til áfengisveitinga til eins árs.

 

d.)                   Mættir á fundinn Kl. 18:50 voru þeir Þorlákur Karlsson og Trausti Ágústsson frá IMG Gallup og Grímur M Jónasson frá VSÓ og kynntu niðurstöður á viðhorfskönnun vegna deiliskipulags Hrólfskálamelar og Suðurstrandar.

 

 

Fundi var slitið kl. 19:30             



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?