Fara í efni

Bæjarstjórn

11. október 2017

Miðvikudaginn 11. október 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fundinn og bað fundarmenn að rísa úr sætum og minnast látins félaga Sigurgeirs Sigurðssonar fv. bæjarstjóra til fjörutíu ára.

Við sendum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 55. fundar Bæjarráðs.

  Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 8 tl. eru staðfestar samhljóða.

  Bókun v. 8. liðar - Ráðning sviðstjóra samskipta- og menningarsviðs.

  Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar ráðningar sviðstjóra samskipta- og menningarsviðs.

  Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og 1 sat hjá, tillögu bæjarráðs að ráða Maríu Björk Óskarsdóttur sviðstjóra samskipta- og menningarsviðs Seltjarnarnesbæjar.

  Til máls tóku: ÁH, ÁE, BTÁ, GAS, MÖG, SEJ

  Fundur í bæjarstjórn Seltjarnarness 11. október 2017.

  Bókun vegna liðar 1 í dagskrá.

  Ég undirritaður, bæjarfulltrúi Neslistans, sit hjá við staðfestingu bæjarstjórnar á ráðningu í stöðu sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar. Í því felst engin afstaða til viðkomandi einstaklings sem lagt er til að ráða. Ég bendi á að mér hefur ekki boðist að kynna mér umsóknir þeirra einstaklinga sem lokaval við ráðninguna snéri að.

  Hjáseta mín byggist á því að þegar síðast var ráðið í sömu stöðu Seltjarnarnesbæjar árið 2012, staðan hét þá menningarfulltrúi, leiddi sú ráðning til dóms um skaðabætur i Héraðsdómi Reykjavíkur þann 26. mars 2015 af þeim sökum að ekki hefði verið gætt hæfisskilyrða laga nr 36/1997 við ráðninguna.

  Er þar vísað til þess að undir viðkomandi starfsmann heyrir umsjón með Bókasafni Seltjarnarness en í tilgreindum lögum, lögum um almenningsbókasöfn, er mælt svo fyrir að forstöðumaður almenningsbókasafns skuli, sé þess kostur, hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði. Í dómnum segir að: ,,Af ákvæðinu leiði að þegar þess sé kostur að ráða einstakling með próf í bókasafns- og upplýsingafræði í starf forstöðumanns almenningsbókasafns beri stjórnvaldi að ráða slíkan aðila til starfans.“

  Af fyrirliggjandi gögnum um umsækjandann sem áformað er að ráða til starfans virðist gilda sömu annmarkar og við ráðninguna 2012, viðkomandi hefur ekki lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði. Í ljósi þess að Seltjarnarnesbæ var gert að greiða skaðabætur og málskostnað vegna annmarka á ráðningunni árið 2012 mælist ég til þess að fyrir liggi staðfesting á því að ekki séu líkur á að slíkt gerist einnig að þessu sinni áður en ráðið er í stöðuna, eða að kröfum laga nr 36/1997 um að forstöðumaður almenningsbókasafns hafi lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði eða búi að jafngildri menntun verði mætt með því að ráðinn verði sérstakur forstöðumaður Bókasafns Seltjarnarness sem uppfylli umrædd skilyrði.

  Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista.

 2. Fundargerð 402. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 3. Fundargerð 416. fundar Fjölskyldunefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

  Til máls tóku: ÁE, SEJ

 1. Fundargerðir 10. og 11. eigendafundar SORPU bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 1. Fundargerðir 14. og 15. eigendafundar Strætó bs.

  Fundargerðirnar lagðar fram.

 1. Fundargerð 379. fundar stjórnar SORPU bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 2. Fundargerð 272. fundar stjórnar Strætó bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 3. Fundargerð 448. Fundar stjórnar SSH.

  Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl.: 17:19

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?