Fara í efni

Bæjarstjórn

25. október 2017

Miðvikudaginn 25. október 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 66. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

  Eftirfarandi málsnúmer í Skipulags- og umferðarnefnd nr. 66 voru borin upp til staðfestingar:
  1. Mál nr. 2017090154
  Heiti máls: Lóðablað fyrir Suðumýri 36-38
  Lýsing: Fyrir liggur lóðarblað fyrir sameinaðar lóðir Suðurmýrar 36-38. Samþykkt nýtt landnúmer 117857, byggingarfulltrúa falið að samþykkja nýtt lóðarblað og þinglýsa kvöðum um gönguleið.
  Afgreiðsla: Lóðarblaðið samþykkt fyrir lóðirnar Suðurmýri 36 38.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
  Fundargerðin lögð fram.

 2. Fundargerð 286. fundar Skólanefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 3. Fundargerð 138. fundar Menningarnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 4. Fundargerð 33. fundar Jafnréttisnefndar.

  Fundargerðin lögð fram.

 5. Fundargerð 33. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerð 273. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.

  Fundargerðin lögð fram.

 7. a) Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 28. október 2017.

  Fyrir fundinum lá tillaga um kosningu á eftirtöldum aðilum í undirkjörstjórn vegna alþingiskosninga 28. október 2017:

  Guðný Björg Hjálmarsdóttir, formaður

  Jónas Friðgeirsson

  Kristinn Ólafsson

  Solfrid Dalsgaard Joensen

  Jón Guðmundsson, formaður

  Elín Helga Guðmundsdóttir

  Hjördís Lára Baldvinsdóttir

  Margrét Steinunn Bragadóttir

  Vilhjálmur Pétursson, formaður

  Erna Guðmundsdóttir

  Tómas Gauti Jóhannsson

  Lilja Dís Pálsdóttir

  b) Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017.

  Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram vegna alþingiskosninga 28. október nk., í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Til máls tóku: ÁE

Fundi var slitið kl.:17:04

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?