Fara í efni

Bæjarstjórn

15. nóvember 2017

Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 – fyrri umræða – lögð fram.

  2. 3ja ára langtímaáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2019-2021 – fyrri umræða – lögð fram.

    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 og langtímaáætlun árin 2019-2021.

    Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, miðvikudaginn 15. nóvember sl. Samhliða næstu árs áætlun var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2019 - 2021. Gert er ráð fyrir að síðari umræða og afgreiðsla áætlunarinnar verði í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 29. nóvember nk.

    Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta bæjarsjóðs verði um 6,5 m.kr. og í A og B-hluta um 37 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 388 m.kr. Framlegð er áætluð 3,3%.

    Fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar er sterk, skuldir langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga en þar er mælt fyrir um að skuldir megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir að skuldahlutfall í árslok 2018 verði 49,9%.

    Í forsendum fyrir fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar er gert ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 13,7% og að álagningarhlutfall fasteignaskatta lækki úr 0,20% í 0,18%.


    Íbúafjölgun, gert er ráð fyrir 1% fjölgun á næsta ári.

    Á árinu 2018 er gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við hjúkrunarheimilið og stækkun íþróttamiðstöðvar. Aðrar framkvæmdir er bygging sambýlis við Kirkjubraut.

    Bæjarstjóri lagði til að frumvarpinu verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 29. nóvember 2017 og til frekari vinnslu í bæjarráði.

    Samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku: SEJ, GAS, ÁH, ÁE, BTÁ, MLÓ, MÖG

  3. Fundargerð 56. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem eru 9 tl. eru staðfestar samhljóða.

  4. Fundargerð 403. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 417. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁE

  6. Fundargerð 126. fundar Veitustofnana.

    Fundargerðin lögð fram.

    Bæjarstjórn samþykkir lið 1 með fimm atkvæðum og tveir sitja hjá.

  7. Fundargerð 362. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 165. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 380. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerðir 274. og 275. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: GAS, SEJ, BTÁ

  11. Fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

Fundi var slitið kl.: 17:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?