Fara í efni

Bæjarstjórn

606. fundur 10. nóvember 2004
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerðritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 604. fundar samþykkt.

Fundargerð 605. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 ásamt greinargerð bæjarstjóra með áætluninni.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og lagði fram greinargerð með áætluninni.

Tekjur A-hluta aðalsjóðs og stofnana eru áætlaðar kr. 1.432.000.000 og gjöld kr. 1.254.731.000.

Rekstrarhagnaður af rekstri er áætlaður kr. 177.269.000.

Rekstrarhalli B-hluta fyrirtækja og stofnana er áætlaður kr. 46.424.350.

Rekstrarhlutfall A-hluta aðalsjóðs af skatttekjum er 84.40%

Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eftir rekstur, afskriftir, reiknaðra verðbóta og sölu lands,  eru kr. 535.136.650.

Forsendur tekju og gjaldaliða eru eftirfarandi:

Álagningaprósenta útsvars verður 12.46%
Álagningaprósenta fasteignaskatts verður:
Gjaldflokkur A, íbúðahúsnæði  0.36% af fasteignamati.
Gjaldflokkur B, aðrar fasteignir 1.12% af fasteignamati.
Lóðarleiga verður af A-hluta 0,75% og B-hluta 1,5% af lóðarhlutamati.
Vatnsskattur verður 0.15% af fasteignamati fullbúinnar eignar.
Urðunargjald sorps verður kr. 6.000 á hverja eign.
Sorphreinsigjald verður kr. 1.200 á hverja eign.
Holræsagjald verður ekki lagt á.
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum búðarhúsnæðis til eign nota.
Gert er ráð fyrir að tekjur vegna útsvara og fasteignaskatts hækki um 5% . Þá munu flestar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka um 5 % frá og með 1. janúar 2005.

Gert er ráð fyrir að tekjur vegna sölu lands og bygginga á Hrólfskálamel og Suðurströnd nemi 350 milljónum króna.

Gjaldaliðir hækka almennt um 3% frá árinu 2004.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.

2.           Lögð var fram fundargerð 348. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. október 2004 og var hún í 16 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 54. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. nóvember 2004 og var hún í 7 liðum.

3. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 303. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 21. október 2004 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 172. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. október 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 288. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. október 2004 í 2 liðum og framhaldsfundur dagsettur 28. október 2004 í 3 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 151. (46.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 29. október 2004 og var hún í 1 lið.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.  

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 58. fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 4. nóvember 2004 og var hún í 2 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 4. fundar Starfskjaranefndar Seltjarnarness, dagsett 19. október 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 274. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), dagsett 21. október 2004 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 8. fundar ársins 2004 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 26. október 2004 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 46. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 29. október 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð 207. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 18. október 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lögð var fram fundargerð 208. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 25. október 2004 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Lögð var fram fundargerð 43. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 15. október 2004 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16.      Lögð var fram fundargerð 718. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. október 2004 og var hún í 12 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17.      Lögð var fram fundargerð 196. fundar Launanefndar sveitarfélaga., dagsett 13. október 2004 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

18.      Erindi:

a)       Lögð var fram umsókn Bryndísar Ásmundsdóttur um vínveitingaleyfi fyrir Espressóbarinn að Eiðistorgi 15.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson

Bæjarstjórn samþykkir að veita vínveitingaleyfi innanhúss til eins árs.

b)      Lagður var fram ársreikningur 2003 fyrir Félagsheimili Seltjarnarness.

Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

 

Árni Einarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjóra verði falið að spyrjast  fyrir um hvernig staðið er að öryggismálum vegna geymslu á flugeldum í  húsi Björgunarsveitar Ársæls við Suðurströnd.

Bæjarstjórn samþykkti að taka tillöguna til  afgreiðslu á fundinum og var hún samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl.    18:40Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?