Fara í efni

Bæjarstjórn

01. mars 2018

Fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 9:17 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Fundargerð 59. fundar Bæjarráðs.

  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð bæjarráðs nr. 59 var borin upp til staðfestingar:
  Málsnúmer 2018020036.
  Samkomulag og upgjör við Brú lífeyrissjóð um greiðslu framlaga til A-deildar sjóðsins. 
  Bæjarráð vísar samkomulagi við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um uppgjör vegna A-deildar sjóðsins til afgreiðslu bæjarstjórnar, að fjárhæð kr. 643.846.014,-. Bæjarráð samþykkir lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 1.200.000.000,- til greiðslu á skuld á samkomulagi við Brú lífeyrissjóð og vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
  Bæjarstjórn samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsupphæð allt að kr. 1.200.000.000, með lokagjalddaga þann 5. Nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
  Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
  Er lánið tekið til fjármögnun á uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. Gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Einnig er lánið veitt til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
  Jafnframt er Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra kt. 060656-5929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t beiðni um útborgun láns.
  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lántöku við lánasjóð sveitarfélaga.

 2. Fundargerð skipulags- og umferðarnefndar nr. 71 lögð fram

  Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 71 voru borin upp til staðfestingar:

  Mál nr. 2017110135, Hamarsgata 68.
  Heiti máls: Umsókn um deiliskipulagsbreytingu og kynning hennar.

  Lýsing: Tillaga lögð fram.

  Afgreiðsla: Samþykkt að senda í auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda bréf til kynningar á Hamarsgötu 2 og 4, Skerjabraut 9 og Lamastaðabraut 2, 4, 6, 8, 10, 12 & 14.

  Bæjarstjórn staðfestir og samþykkir að senda í auglýsingu skv. 1. Mgr. 43. Gr.

  Skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi var slitið kl. 09:24


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?