Fara í efni

Bæjarstjórn

28. febrúar 2018

Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Magnús Rúnar Dalberg (MRD) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 59. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 13 tl. eru samþykktar samhljóða.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð bæjarráðs nr. 59 voru borin upp til staðfestingar:
    Málsnúmer 2018020036.
    Samkomulag og upgjör við Brú lífeyrissjóð um greiðslu framlaga til A-deildar sjóðsins. 
    Bæjarráð vísar samkomulagi við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um uppgjör vegna A-deildar sjóðsins til afgreiðslu bæjarstjórnar, að fjárhæð kr. 643.846.014,-. Bæjarráð samþykkir lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 1.200.000.000,- til greiðslu á skuld á samkomulagi við Brú lífeyrissjóð og vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
    Bæjarstjórn frestar afgreiðslu til næsta fundar sem boðaður er 1. mars 2018.

    Málsnúmer 2017120173.
    Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
    Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 18.12.2017 varðandi gjaldskrárbreytingu, gjaldtöku A) fyrir lögbundin verkefni og gjaldtöku B) fyrir önnur verkefni og þjónustu sem slökkviliðið sinnir ef óskað er eftir. Samþykkt taxti kr. 13.435.- kr/klst varðandi A og kr. 18.137 kr./klst varðandi B. Bæjarráð staðfestir tillögu slökkviliðsstjóra.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Málsnúmer 2018010360.
    Bréf Strætó bs. varðandi heimild til lántöku vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóðs, dags. 26.01.18.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja heimild til stjórnar Strætó bs. til að taka lán allt að fjárhæð 1,0 milljarð króna til að mæta skuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. Samþykktin er með fyrirvara um samþykki allra aðaildarsveitarfélaga Strætó bs.
    Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
    Seltjarnarnesbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000.-, eittþúsundmilljónirkróna í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Seltjarnarnesbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
    Fari svo að Seltjarnarnesbær selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Seltjarnarnesbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
    Til máls tóku: MÖG, SEJ, ÁE, GAS, ÁH, BTÁ

  2. Fundargerð 283. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerðir 421. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 365. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 36. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 454. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 281. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 169. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. 385. Fundur Sorpu bs., dags. 21.02.2018.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 70 var borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2018010392
    Heiti máls: Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar.
    Lýsing: Útgáfa verkefnislýsingar dags. 26.01.2018.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda í kynningarferli í samræmi við sbr. 2.mgr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Boðað er til bæjarstjórnarfundar 1. mars 2018 kl. 9:00

Fundi var slitið kl. 17:24

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?