Fara í efni

Bæjarstjórn

06. júní 2018

Miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Farið yfir staðfest úrslit sveitarstjórnarkosninga í Seltjarnarnesbæ, 26. maí 2018.

Á kjörskrá voru 3.403, þar af neyttu atkvæðisréttar 2.560, sem er 75,2% kjörsókn.

1.245 karlar kusu og 1.315 konur. Auðir og ógildir seðlar voru samtals 72.

Boðnir voru fram fjórir listar, D-listi, F-listi, N-listi og S-listi.

Úrslit voru að D-listi hlaut 1.151 atkvæði, F-listi 264 atkvæði, N-listi 380 atkvæði og S-listi 693 atkvæði.

Kosningar hlutu:

Af D-lista Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Af N-lista Karl Pétur Jónsson.

Af S-lista Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir.

  1. 64. fundur Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 12. tl. eru staðfestar samhljóða.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Bæjarráðs nr. 64 voru borin upp til staðfestingar:

    Liður nr. 5 í fundargerð málsnúmer 2018050018.
    Bæjarstjórn samþykkir, 5. tl. fundargerðar 64, viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 14.000.000,- samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna aukins framlags til barnaverndarmála fyrir árið 2018. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Liður nr. 10 í fundargerð málsnúmer 2018050408.
    Heiti máls: Lánsheimild vegna byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
    Bæjarstjórn samþykkir, 10. tl. fundargerðar 64, um lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.000.000.000,- vegna byggingar hjúkrunarheimilis. Lánið mun verða tekið í nokkrum áföngum næstu 12 mánuði sbr. viðauka nr. 1 og 2 fyrr á árinu.
    Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 253.828.073, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 250.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
    Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    Er lánið tekið til fjármögnun á byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, 060656-5929 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, ÁE, SEJ, BTÁ

  2. Fundargerð 76. fundar Skipulags- og umferðanefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 76 voru borin upp til staðfestingar:
    1. Mál nr. 2018050204
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, KR-svæðið.
    Lýsing: Verklýsing umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir KR-svæði, dags. í apríl 2018, lögð fram.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd að svo stöddu en lýsir áhyggjum yfir auknu byggingarmagni með tilliti til umferðar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

    2.
    Mál nr. 2017110135
    Heiti máls: Hamarsgata 6-8, auglýsing tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Svör við athugasemdum til umræðu. Undir þessum lið mætti Valdimar Harðarson arkitekt og kynnti tillögu lóðarhafa.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að senda svör við athugasemdum og senda til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, BTÁ

  3. Fundargerð 424. fundur Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 142. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 286. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð vinnufundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, SEJ

  7. Fundargerð 367. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 288. fundar stjórnar Strætó.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, SEJ.

  9. Fundargerð 391. fundar stjórnar SORPU.

    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:

  11. a) Breyting á bæjarmálasamþykkt Seltjarnarnesbæjar lögð fram.
    Vísað til síðari umræðu.
    Til máls tóku: ÁE, BTÁ, MÖG. 


    b) Breyting á erindisbréfi Fjölskyldunefndar lögð fram.
    Frestað.

    c) Tillaga að innleiðingu barnasáttmála sameinuðu þjóðanna lögð fram.

    Samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að koma þessu í farveg.
    Til mála tóku: ÁH, MLÓ, ÁE, GAS, SEJ, MÖG

Ásgerður Halldórsdóttir þakkaði fráfarandi bæjarstjórn samstarfið á liðnu kjörtímabili og óskaði þeim alls velfarnaðar, og hlakkar til að takast á við verkefni bæjarins með nýrri bæjarstjórn.

Árni Einarsson þakkaði bæjarstjórn fyrir samstarfið og óskaði nýrri bæjarstjórn velfarnaðar.

Margrét Lind Ólafsdóttir þakkaði bæjarstjórn fyrir samstarfið sl. átta ár.

Sigrún Edda Jónsdóttir þakkaði bæjarstjórn fyrir samstarfið á kjörtímabilsins.

Magnús Örn Guðmundsson þakkar bæjarstjórn samstarfið á liðnu kjörtímabili.

Fundi var slitið kl.: 17:47


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?