Fara í efni

Bæjarstjórn

12. september 2018

Miðvikudaginn 12. september 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 67. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 11 tl. eru staðfestar samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

  2. Fundargerð 288. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS, HG,

  3. Fundargerð 83. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð 84. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 39. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 289. fundar Strætó b.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 393. fundar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 174. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 862. fundur Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:

  9. a) Lögð var fram sameiginleg tillaga frá S-lista og N-lista um seturétt sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG

    Bókun Sjálfstæðismanna:

    Meirihlutinn lítur svo á að taki flokkar sig saman og kjósi inn lista í ráðið séu þeir sem ná kjöri fulltrúar beggja flokkanna á listanum, jafnvel þótt báðir flokkarnir í samstarfinu nái ekki inn fulltrúa. Þar sem S-listinn og N-listinn báru fram sameiginlegan lista til nefndarkjörs hefur N-listinn misst áheyrnarfulltrúa sinn í bæjarráði. Meirihlutinn bendir á að þessi túlkun er einnig túlkun Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. En í túlkun ráðuneytisins kemur fram: ,,Þá teljist flokkur hafa náð kjöri í bæjarráði styðji hann lista sem nær inn manni og á hann því ekki rétt á áheyrnarfulltrúa.

    Bókun Samfylkingar:

    Fulltrúar Samfylkingar harma ákvörðun meirihlutans. Það að hleypa ekki N lista að sem áheyrnarfulltrúa er mikil afturför fyrir samráð og lýðræðið á Seltjarnarnesi. Hlutverk bæjarráðs er meðal annars að hafa eftirlit með stjórnsýslu bæjarfélagsins. Það er

    mikilvægt að öll stjórnmálasamtök sem eiga kjörna fulltrúa í bæjarstjórn hafi aðkomu að

    því hlutverki, auk þess sem mikið af upplýsingum sem nauðsynlegar teljast fyrir

    bæjarfulltrúa fást eingöngu með setu í ráðinu.

    Mikilvægt er að öll stjórnmálaöfl séu vel inni í málum bæjarráðs og geti haft áhrif á ákvarðanir sveitarfélagsins.

    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Sjálfstæðismanna:

    Seltjarnarnesbær styðst við túlkun ráðuneytisins, um reglur um áheyrnarfulltrúa í bæjarráð og eru þær í samræmi við hefðbundna túlkun á lögum.
    Til máls tóku: ÁH, GAS, SB

    b) Lögð var fram Umferðaröryggisáætlun 2018-2022 fyrir Seltjarnarnes.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umferðaröryggisáætlunina.
    Til máls tóku:

    c)
    Tillaga um skipun verkefnahóps yfir gerð nýs miðbæjarskipulags

    Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga leggja til að skipaður verði verkefnahópur sem fær það hlutverk að stofna til samtals við bæjarbúa og fagfólks um gerð miðbæjarskipulags á Seltjarnarnesi. Árið 2015 var haldin arkitektasamkeppni um hönnun miðbæjarins og úr henni komu þrjár ólíkar tillögur um þróun svæðisins sem er í dag óskipulagt. Í öllum tillögunum voru hugmyndir sem hægt væri að nýta til að stuðla að framþróun miðbæjarins en einnig var eitthvað í öllum tillögum sem ekki féll í kramið hjá bæjarbúum. Mikilvægt er að halda áfram með þessa vinnu og byggja á því sem búið er að vinna en aðlaga hugmyndir að markmiðum bæjarins fyrir miðbæ Seltjarnarness. Verkefnahópur þessi myndi boða til íbúafunda og búa til samráðsvettvangs á netinu þar sem bæjarbúar gætu sett fram sínar hugmyndir um markmið og framþróun miðbæjarins, farið væri yfir fyrri tillögur og næstu skref ákveðin. 

    Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Tillögunni vísað til næsta fundar.

    Fundi var slitið kl.: 17:19

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?