Fara í efni

Bæjarstjórn

12. desember 2018

Miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 72. fundar Bæjarráðs.
    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 8 tl. eru staðfestar með sex atkvæðum og einn sat hjá afgreiðslu Bæjarráðs.
    Til máls tóku: GAS, SB, KPJ, ÁH, MÖG, SEJ, BTÁ

    Bókun Samfylkingar Seltirninga sölu á Lækningaminjasafninu

    Samfylkingin Seltirninga ítrekar fyrri bókun og afstöðu varðandi sölu á Lækningaminjasafninu. Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins. Við leggjumst gegn því að húseignin verði seld til þriðja aðila. Það er okkar skoðun að bærinn eigi að eiga húsið og leigja undir skilyrtan rekstur. Þar mætti sameina safn, veitingasölu, upplýsingamiðlun til ferðamanna og aðra þjónustutengda starfsemi. Hefur húsið á síðustu árum hýst marga merka menningarviðburði og þegar stimplað sig inn sem fyrsta flokks viðburðastaður á höfuðborgarsvæðinu.

    Við styðjum það að unnið verði verðmat á húseigninni. Við leggjum ennfremur til að unnið verði nýtt mat á aðgerðum og kostnaði sem þarf til að koma húsinu í lag. Til viðbótar að framkvæmt verði mat á því hvaða menningarlegu, félagslegu og hagrænu áhrif full starfsemi í Læknaminjasafninu og á safnasvæðinu í heild, hefði á bæinn og samfélagið.

    Við teljum einnig að Lækningaminjasafnshúsið geti verið hornsteinn í gerð ferðamálastefnu og uppbyggingu þjónustu við íbúa og ferðamenn þar sem saman koma fleiri hús á svæðinu svo sem Nesstofa og Lyfjasafnið en saman mynda þessi hús sérstöðu í safnaflórunni á landsvísu.

    Guðmundur Ari Sigurjónsson- Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
    Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

    Bókun Viðreisnar:
    Það er verulegt áhyggjuefni hversu illa Seltjarnarnessbæ gengur að starfa með framkvæmdavaldinu í landinu.
    Karl Pétur Jónsson

    Fundargerð 73. fundar Bæjarráðs.
    Eftirfarandi málsnúmer lögð fram og samþykkt sérstaklega:

    Málsnúmer: 2018040178
    Skíðasvæðin, framtíðarsýn og samstarfssamningur. Lagt fram undirritað samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og drög að kostnaðaráætlun vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Málsnúmer 2018120009.
    Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4.12.2018 varðandi umboð til kjarasamningsgerðar. Bæjarstjóri lagði fram uppfært umboðseyðublað. Bæjarráð staðfestir umboð samninganefndar sveitarfélaga og veitir sambandinu umboð til kjarasamningsgerðar vegna hvers og eins stéttarfélags sem starfsmenn þess eiga aðild að.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Málsnúmer 2018120025.
    Bæjarstjóri lagði fram breytingu á reglum varðandi greiðslu á tómstundastyrkjum til fimm ára barna. Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum og skilyrðum um greiðslu á tómstundastyrkjum Seltjarnarnesbæjar frá 1. janúar 2019.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Málsnúmer: 2017090200
    Lánsheimild vegna byggingu hjúkrunarheimilis og fimleikahúss á Seltjarnarnesi.
    "Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. maí 2034 og 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

    Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi og til byggingar á fimleikasal við íþróttamiðstöð Seltjarnarness sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er Gunnari Lúðvíkssyni, fjármálastjóra Seltjarnarnesbæjar kt. 030357-6399, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Málsnúmer: 2017090200
    Viðauki við fjárhagsáætlun.

    Viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við launahækkana nýrra kjarasamninga, aukningar á útsvarstekjum, tekjum jöfnunarsjóðs og einnig aukinn fjárfestingkostnaður.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir endurskoðun á áætlun og rauntölum launa fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins samkvæmt 1. málsl. 2 mgr. 63 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 203.447.836,- vegna launahækkana nýrra kjarasamninga 2018, veikinda og fjölgun barna í grunn- og leikskóla. Kostnaður þessi skal greiddur af mismunandi deildum skv. fylgiskjali 1 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir einnig tekjuauka að upphæð kr. 90.000.000,- á útsvarstekjum vegna kjarasamningsbreytinga. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2018. Tekjuauka skal mætt með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir tekjuauka að upphæð kr. 38.745.773,- á framlögum jöfnunarsjóðs. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-100 0110 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2018. Tekjuauka skal mætt með hækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 200.000.000,- vegna bygginga á hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi. Kostnaður þessi skal greiddur af 5610 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2018. Kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarráð samþykkir kostnað að upphæð kr. 8.000.000,- vegna kaupa á félagslegri íbúð. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og færðar á lið 58 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2018. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.
    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 8 t. eru staðfestar samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.
  2. Fundargerð 295. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 290. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð í stjórn Reykjanesfólkvangs.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MÖG, GAS

  8. Fundargerð 177. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:

  9. a) Beðið er um umsögn sveitarstjórnar um leyfi fyrir brennu á Valhúsahæð á

    Seltjarnarnesi þann 31/12 2018
    Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.
    Samþykkt samhljóða.

    b) Ný gjaldskrá byggingarfulltrúa (frestað )

    c) Samþykkt um notendaráð Seltjarnarnesbæjar í málefnum fatlaðs fólks lögð fram. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða

    d) Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2019.
    Bæjarstjórnarfundir á árinu 2019 verða á eftirtöldum dögum:
    23. janúar, 13. og 27. febrúar, 13. og 27. mars, 10. og 24. apríl, 8. og 22. maí, 12. og 26. júní, 10. júlí, 21. ágúst, 11. og 25. sept., 9. og 23. okt., 13. og 27. nóv. og 11. des.
    Samþykkt samhljóða.

    e) Bæjarstjóri lagði fram svör við fyrirspurn Viðreisnar/Neslista frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
    Til máls tóku: GAS, ÁH

    Fundi slitið kl. 17:37

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?